fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Nas afhjúpar okur á Íslandi – „Þetta eru venjuleg verð hérna“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandsbloggarinn Nuseir Yassin, eða Nas Daily, birtir á síðu sinni myndband um verðlag á Íslandi. Tekur hann systur sína, Naya, sem dæmi um ferðamann sem eyðir 20 klukkustundum hér á landi. Hún er með 300 dollara, eða rúmar 30 þúsund krónur, inni á bankareikningnum sínum og uppgötvaði það að veran hér á landi geri hana blanka.

„Hún tók rútu til að sjá borgina. 40 dollarar. Hún fékk sér hádegismat. 30 dollarar. Hana langaði í föt… Ó… Það er allt of dýrt,“ segir Nas. Hún þurfi svo að borga 100 dollara til að fara í Bláa lónið. Til að kaupa ódýran mat þá þurfi hún að borga 4 dollara fyrir gos, 6 dollara fyrir gos og 12 dollara fyrir ber. „Þetta eru venjuleg verð hérna.“

Þetta segir Nas vera ástæðuna fyrir því að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn. „Þar sem 20 klukkutíma stopp getur gert þig gjaldþrota.“ Gerir hann svo grín að dósunum með íslensku lofti sem seldar eru ferðamönnum.

Nú þegar hefur 1,5 milljón manns séð myndbandið og eru margir netverjar forviða á verðlaginu á Íslandi. Miðað við orð sumra virðist myndbandið hafa orðið til þess að sumir vilja ekki heimsækja Ísland. Segir Haseeb Alam Orakzai til dæmis að „þetta hafi slökkt í áhuganum á þessu landi.“

Nas er búinn að gera nokkur myndbönd um Ísland, þar á meðal um tómatarækt sem 2,3 milljónir hafa séð og um byssueign landsmanna sem 1,7 milljón hafa séð. Hér má sjá myndband hans um okur á Íslandi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans