fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Móðir Vilborgar breyttist skyndilega en ekki var allt sem sýndist: „Okkur var sagt að hún væri bara fíkill, alki og geðsjúk”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Harðardóttir, 21 ára nemi í viðskiptafræði sem skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir í kynningarviðtali sem birtist vef flokksins, Bærinn okkar, að móðurmissir og reynsla af heilbrigðiskerfinu hafi leitt hana út í stjórnmál. Saga hennar er nokkuð einstök en hegðun móður hennar breytist skyndilega þegar Vilborg var 16 ára.

„Þegar ég er 16 ára tók ég eftir miklum breytingum á mömmu. Hún var með mikla verki, ólík sjálfri sér og fór að drekka mikið. Við fórum margsinnis til læknis, inn á bráðamóttöku og mamma var alltaf bara send heim og okkur sagt að hún væri bara fíkill, alki og geðsjúk. Og við fengum enga hjálp, vorum ekki tekin alvarlega og engar almennilegar rannsóknir gerðar,“ segir Vilborg.

Hún segir að í eitt skipti hafi hún farið á spítalann með 220 í púls en læknar sögðu henni að móðir hennar væri fíkill og biluð í hausnum. Vilborg segist hafa verið farin að trúa þeim. „Svo fór hún inn á Vog í meðferð þegar ég var 17 ára og þar fékk hún stórt flogakast. Þá fyrst var farið að rannsaka málið og þá kom í ljós að hún var með heilaæxli, sem var búið að vera lengi og var orðið mjög stórt. Við tók erfið árslöng barátta við krabbameinið og viku fyrir afmælið mitt, ári seinna, dó mamma,“ segir Vilborg.

Hún segir að eftir þessa reynslu hafi sýn hennar breyst á samfélagið. „Það má segja að þarna hafi ég orðið jafnaðarmaður. Með því að hugsa um deyjandi manneskju sá ég bara hversu miklu þarf að breyta í samfélaginu okkar. Ég kynntist yndislegum hjúkrunarkonum sem hlúðu að okkur, en kerfið sjálft er meingallað. Það eiga allir að fá sömu heilbrigðisþjónustu, góða heilbrigðisþjónustu. Það á enginn að lenda í því að ekki sé tekið mark á þeim, og hann fái ekki lífsnauðsynlegar rannsóknir og sé bara afskrifaður. Og það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af peningum og kostnaði þegar hann er svo í miðri erfiðri krabbameinsmeðferð,“ segir Vilborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum