fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þorkell rekinn eftir sálfræðiúttekt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. maí 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitastjórn Mýrdalshrepps hefur gengið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri Víkurskóla þann 1. júní næstkomandi. Þessi ákvörðun byggist á sálfræðiúttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Talsverð ólga hefur verið í skólanum undanfarna mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mýrdalshrepps þar sem segir: „Í kjölfar þess að upp kom í samfélaginu nú á vormánuðum talsverð ólga sem tengdist Víkurskóla. Ákvað sveitarstjórn Mýrdalshrepps að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Niðurstaða sveitarstjórnar eftir yfirferð þeirrar úttektar var sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Þorkel Ingimarsson um að hann láti af störfum sem skólastjóri 1. júní 2018 og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.“

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir í samtali við Fréttablaðið að óánægja hefði verið með ákveðna þætti hjá yfirstjórn skólans. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum