fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Biggi lögga: Kom heim breyttur maður eftir ferð í útrýmingarbúðir Auschwitz

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 21. maí 2018 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður, nútímafræðingur og frambjóðandi í 2. Sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði var nýlega á ferð í Póllandi. Þar heimsótti hann meðal annars hinar alræmdu útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz og segist breyttur og betri maður eftir þá heimsókn.

Biggi var ásamt fleiri lögreglumönnum á námskeiði í Póllandi. Dvöldu þeir þrjá daga í bænum Oswiesim (pólska nafnið á þýska nafninu Auschwitz) sem er bærinn þar sem hinar alræmdu útrýmingarbúðir Auschwitz voru á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

„Það er óhætt að segja að maður komi breyttur maður frá því að dvelja á þessum slóðum, grafa sig í söguna og heimsækja búðirnar þar sem þessi hryllingssaga var skrifuð,“ segir Biggi í stöðufærslu á Facebook. „Að reyna að skilja hvernig svona getur gerst. Hvernig gat venjulegt fólk tekið þátt í svona hryllingi? Hver voru skrefin? Hvernig gat venjulegur maður eins og ég og þú komið heim og kysst börnin sín á ennið eftir vinnudag sem snérist um að drepa jafnaldra þeirra eins og hverja aðra skepnu? Þó þetta virki fjarlægt þá er þetta samt svo nærri.“

Biggi segir námskeið vissulega hafa verið á slæmum tíma, en hann ásamt flokksfélögum sínum og öðrum frambjóðendum stendur í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða næsta laugardag, 26. maí, en hann segir heimsóknina hafa gert sig að betri manni með víðari sýn og aukinn skilning.

„Um það snýst þetta. Að hafa áhrif á samfélagið. Áhrif til góðs. Það er svo nauðsynlegt að við skiljum söguna til að geta haft áhrif á framtíðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum