fbpx
Fréttir

Sveinbjörg Birna opin fyrir strípistöðum og vændi í höfuðborginni

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 16:18

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi og oddviti Borgin okkar – Reykjavík, segir ástæðu til að skoða að lögleiða strípistaði og vændi í Reykjavík. Sveinbjörg Birna sagði í þættinum Harmageddon í morgun að núverandi lög og reglur væru ekki að skila árangri.

„Nú rísa alveg hárin á femínistunum… „nei nei nei nei, man trafficing, mansal og allt þetta“. Málið er það, elskurnar mínar, að þetta á sér stað burtséð frá því hvort þetta sé leyft eða ekki. Nú er ég ekki endilega manneskja frjálshyggjunnar í öllu, ég vil banna snjallsíma í grunnskólum, en ég held að við þurfum með ákveðnum hætti að skoða það hvort þau lög sem við erum að setja og það eftirlitskerfi sem fylgir þeim, sé í raun og veru að virka í þá átt sem stefnt var að,“ segir Sveinbjörg Birna. Hún segir tengingu vera á milli strípistaða og vændis, því væri grunnhyggni að vilja aðeins leyfa strípistaði en ekki vændi.

Aðspurð hvort lögreglan ætti ekki að taka vændi fastari tökum segir Sveinbjörg það ógerlegt. „Það er kannski hægt á Akureyri þar sem er nógu mikið af lögregluþjónum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er algjörlega undirmönnuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“

Sagðir hafa stolið vélum og tækjum fyrir milljónir: „Lögreglan er alveg getulaus í þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“

Svala hefur unnið eins og skepna en fór fyrst til útlanda nýlega: „Finnst ég ekki hafa fengið neina umbun fyrir að standa mig vel“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því

Einar vill búa í hjólhýsi; segir fordóma ríkja gagnvart því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli

Svæsið klám í Reykjadal – Tóku upp myndskeið á vinsælli gönguleið fyrir ofan Hveragerði og á hóteli