fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Lífshættulegur hraðakstur og ógnandi framkoma í bílakjallara Hörpu: „Keyrðu á ofsahraða og röðuðu sér upp til að ógna okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannsöfnuður og kappakstur í bílakjallara undir tónlistarhúsinu Harpa hefur verið vandamál undanfarið og virðist fara vaxandi, á kvöldin og í skjóli nætur. Veldur þetta meðal annars starfsfólki í Hörpu óþægindum. Eftir atburði síðastliðinnar nætur í bílakjallaranum virðist ástandið þar jafnvel geta orðið lífshættulegt.

Þrjár konur sem voru við störf í Hörpu í nótt voru hætt komnar í bílakjallaranum er þær voru á leið heim úr vinnu. Var þetta á fjórða tímanum í nótt. Ein kvennanna ræddi við DV:

„Við þurfum að ganga að bílunum okkar og oft út í ruslageymslu og þá er maður í hættu þegar við erum að fara út, vegna þess að oft eru bílar á fleygiferð fram og aftur um alla bílageymsluna. Stór hópur stóð í vegi fyrir okkur þegar við reyndum að keyra út. Það var fjöldi manns samankominn þarna. Ég var farþegi í bílnum en sú sem keyrði varð svo hrædd að hún fór niður í neðri kjallara og hafði samband við öryggisvörð svo við kæmumst út. Öryggisvörðurinn reyndi síðan að skakka leikinn. Hann vildi helst leysa þetta sjálfur án aðkomu lögreglu, kannski til að leyna þessu, ég veit það ekki, en við erum orðnar langþreyttar á að vera í hættu við að komast að bílunum okkar þarna á nóttunni.“

Konan hefur haft samband við lögreglu vegna þessa ástands og vonast til þess að lögreglan fari að fylgjast með svæðinu. „Þeir voru svo ógnandi að maður þorði ekki að vera á planinu. Svo röðuðu þeir sér upp og reyndu að varna okkur útgöngu.“

Konan telur líklegt að eitthvað fleira misjafnt sé í gangi þarna í bílakjallaranum en eingöngu hraðakstur en hefur þó ekki sannanir fyrir því. „Það er hraðaksturinn og kappaksturinn sem er mest ógnandi því það er beinlínis hættulegt að vera þarna á nóttunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug