fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stíft eftirlit með Kínverjum – Fá stig fyrir hegðun sína og gjalda fyrir „slæma“ hegðun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 17:30

Er þetta yfirvarp til að auka eftirlit með okkur? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld vinna nú hörðum höndum að gangsetningu eftirlitskerfis sem á að fylgjast grannt með nær öllu því sem landsmenn taka sér fyrir hendur. Fólki verða síðan gefin stig eftir því hvernig það hegðar. Eftirlitskerfið er nú keyrt til reynslu í nokkrum borgum en stefnt er að fullri gangsetningu þess um allt land 2020.

Kerfið mun gefa fólki plús- og mínusstig. Fólk mun til dæmis fá mínusstig fyrir að ganga yfir á rauðu ljósi og gleyma að afpanta borð á veitingastað. Þetta virðast kannski ekki vera stórar yfirsjónir en þær geta haft alvarlegar afleiðingar í Kína. Ef stigastaða fólks er slæm getur svo farið að því verði bannað að ferðast flugleiðis, ferðast með háhraðalestum og það getur lent í vandræðum með að finna vinnu eða maka. En ef viðkomandi er góður borgari sem gefur blóð, tekur þátt í sjálfboðaliðsstarfi eða gefur peninga til góðgerðarmála fær hann plússtig á reikninginn sinn.

Það mætti kannski halda að ofangreindar lýsingar séu teknar úr bók George Orwell ´1984´, sem lýsir lífinu í alræðissamfélagi, en svo er nú ekki, þetta er blákaldur raunveruleiki.

Nýja kerfið á að fylgjast með landsmönnum, bæði á netinu og utan þess. 772 milljónir netnotenda eru í Kína, flestir nota farsíma til að fara á netið. Þessi mikla netnotkun veitir góð tækifæri til að fylgjast með fólki og safna upplýsingum um það. Rafrænu fótsporin verða síðan tengd við það sem fólk gerir í hinu raunverulega lífi, til dæmis hvar það verslar eða hverja það hittir. Til að gera þetta verður notast við tækni sem ber kennsl á andlit en sú tækni er nú þegar mikið notuð í Kína. En til að þetta virki eins og vera skal þarf að fjölga eftirlitsmyndavélum í landinu töluvert. Þær eru nú 176 milljónri en eiga að vera orðnar 626 milljónir 2020 eftir því sem segir í umfjöllun TechNode.

Allt þetta eftirlit og stigagjöfin á að gagnast yfirvöldum við að ala Kínverja upp sem góða þjóðfélagsþegna og tryggja öryggið í landinu. En þegar upp er staðið snýst þetta allt um að hafa stjórn á samfélaginu og koma í veg fyrir óróleika og mótmæli almennings. Sem sagt að tryggja alræði kommúnistaflokksins.

Þrátt fyrir að eftirlitskerfið verði ekki komið í fulla notkun fyrr en 2020 þá tilkynnti hæstiréttur á síðasta ári að rúmlega 6 milljónir Kínverja hefður verið sviptir rétti til að ferðast með flugvélum eða járnbrautarlestum vegna hegðunar þeirra. Það má því kannski segja að raunveruleikinn í Kína sé kominn skrefinu lengra í Black Mirror þáttaröð Netflix en þar fá áhorfendur að kynnast ungri konu sem á í miklum vanda því samferðarfólk hennar í lífinu hefur gefið henni fá samfélagsleg stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum