fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Múslimsk kona neitaði að taka í hönd samstarfsmanns – Missti vinnuna fyrir vikið – Krafðist bóta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 07:38

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2016 var Fardous El-Sakka fengin til að leysa af við kennslu í listaskóla í Helsingborg í Svíþjóð. Hún hafði áður kennt þar og var því ekki alveg ókunnug í skólanum. Hún er múslimi og af trúarlegum ástæðum vill hún ekki heilsa karlmönnum með handabandi. Þegar karlkyns samstarfsmenn hennar réttu fram hönd til að heilsa henni lagði hún hönd á hjarta sér og hneigði sig.

„Flestir virtu þetta og skildu að þótt ég heilsaði á þennan hátt þá kom það ekki í veg fyrir að ég gæti sinnt starfi mínu.“

Þetta skrifaði El-Sakka í kæru sem hún sendi umboðsmanni jafnréttismála eftir að einn samstarfsmaður hennar hafði kvartað við rektor listaskólans. Samstarfsmaður El-Sakka var ósáttur við að hún vildi ekki taka í hönd hans. í samtali við Kvällsposten sagði Lidija Münchmeyer, rektor, að manninum hafi fundist El-Sakka mismuna honum. Hún hafi því kallað El-Sakka á sinn fund og hafi hún staðfest þar sem maðurinn hafði sagt um samskipti hennar.

„Þetta er skóli sem gerir engan greinarmun á fólki eða kemur fram við það á mismunandi hátt. Þetta er það sem við leggjum fyrir nemendur okkar og við starfsfólkið verðum líka að fylgja þessu.“

El-Sakka valdi að ljúka samtalinu við rektor og yfirgefa skrifstofu hennar. Tveimur dögum síðar var frekari kennslu á hennar vegum aflýst og hún fékk ekki fleiri verkefni í skólanum.

EL-Sakka var ósátt og stefndi skólanum fyrir vinnurétt og krafðist 120.000 sænskra króna í bætur þar sem henni hefði verið mismunað þar sem hún neitaði að taka í hönd karlmanns af trúarlegum ástæðum. Dómstóllinn kvað upp dóm í gær og hafnaði kröfum El-Sakka með öllu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur skólans hafi brugðist rétt við í málinu.

Í umfjöllun Expressen um málið segir að þetta sé fyrsta málið þessarar tegundar sem er tekið fyrir hjá vinnuréttinum en hann er æðsta dómsstigið í málum er varða atvinnuréttindi.

Í þessu máli var aðallega tekist á um hvort það hefði verið El-Sakka sem valdi að hætta kennslu eða hvort skólinn hefði neytt hana til þess. Vinnurétturinn komst að þeirri niðurstöðu að það hefði verið El-Sakka sem valdi sjálf að hætta því hún hafi yfirgefið fundinn með rektor og hafi því ekki lagt sitt af mörkum til að hægt væri að leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum