fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Viðskiptastríð yfirvofandi á milli ESB og Bandaríkjanna – Levi‘s, Harley-Davidson, viskí og stál í skotlínunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. mars 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að hann hyggist leggja 25 prósent refsitoll á stál og 10 prósenta toll á ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Meðal stærstu seljanda á stáli og áli til Bandaríkjanna eru Kanada og ESB. Trump segir að þessi refsitollur sé til að vernda bandaríska framleiðslu og bandarísk störf og muni ýta undir jákvæða þróun í bandarísku efnahagslífi.

ESB var ekki lengi að svara og tilkynnti Jean-Claude Juncker, forseti ESB, að sambandið muni svara þessu með því að leggja 25 prósent refsitoll á ýmsar bandarískar vörur, til dæmis gallabuxur, Harley Davidson mótorhjól, viskí, iðnaðarvörur og landbúnaðarvörur.

„Við erum hér og Bandaríkin munu fá að kynnast okkur. Við viljum gjarnan eiga í góðum samskiptum við Bandaríkin en við getum ekki bara stungið höfðinu í sandinn.“

Sagði Juncker í samtali við þýska sjónvarpsstöð.

En það er ekki tilviljun að ESB velur gallabuxur, viskí og Harley Davidson mótorhjól sem fyrsta svar við refsitollum Trump. Aðalframleiðslan á þessum vörum er í ríkjum þar sem Trump hefur notið mikils stuðnings og hefur lofað fólki upprisu iðnaðarframleiðslu. Markmiðið er því væntanlega að láta refsitollana skella á stuðningsfólki Trump og þannig grafa undan vilja hans til að standa fast á því að leggja refsitolla á stál og ál enda verður stuðningsfólk hans ekki sátt við að erfiðara verði að selja vörur frá þeirra heimaríkjum til ESB.

Trump svaraði þessu með að hann muni einfaldlega leggja refsitolla á evrópska bíla. Búist er við að ESB svari þeirri hótun hans nú í vikunni.

Trump er sjálfur þeirrar skoðunnar að viðskiptastríð séu „góð“ og „auðvelt að vinna þau“. Að minnsta kosti skrifaði hann það á Twitter á föstudaginn. Reiknað er með að hann muni gera þessa refsitolla að opinberri pólitískri stefnu sinni nú í vikunni.

Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, segir að Trump hafi rætt við nokkra þjóðarleiðtoga út af þessum fyrirætlunum sínum og að hann hafi ekki í hyggju að undanskilja neinn þegar kemur að álagningu tollanna. Ross er sjálfur talsmaður hærri tolla á stál og ál. Bandarískir fjölmiðlar segja að skiptar skoðanir séu í Hvíta húsinu um þessar fyrirætlanir og margir vari við því að þessir tollar verði lagðir á enda sé það ávísun á viðskiptastríð.

Kínverjar ætla sér ekki að sitja aðgerðarlausir ef Trump lætur verða af fyrirætlunum sínum. Talsmaður kínversku ríkisstjórnarinnar segir að Kína muni ekki sitja aðgerðarlaust hjá ef efnahagur landsins verði fyrir tjóni vegna refsitolla og viðskiptahamla af hálfu Donald Trump. Kínverjar selja einmitt stál og ál til Bandaríkjanna og eru stærstu framleiðendur stáls og áls í heiminum.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, sagði í samtali við Vísi.is að tollastríð sem þessi hafi yfirleitt ekki endað vel. Hann benti á að í upphafi kreppunnar miklu 1929 hafi Bandaríkin lagt tolla á ýmsan innflutning og því hafi önnur ríki svarað og allt hafi þetta undið upp á sig.

Ásgeir sagði að Trump sé að vísa í lög um þjóðaröryggi þegar hann tilkynnti um refsitollana, að það varði þjóðaröryggi landsins að þar sé innlent stál og ál notað frekar en erlent.

Alþjóðaviðskiptastofnunin er með ákveðnar reglur og samþykktir um tolla og hefur verið bent á að þær eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að skella tollum á einn, tveir og þrír eins og Trump hyggst gera. Það er hins vegar spurning hvort Trump láti það stöðva sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum