fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 17:06

Öllum um borð var mjög brugðið að sögn skipstjórans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum á línu og fengum fótinn í einn af 43 þúsund krókum þann daginn. Það verður að teljast nokkuð ótrúlegt að þetta hafi gerst. Við fáum þó stundum selabein en þetta hefur ekki gerst áður sem betur fer,“ segir Aðalsteinn R. Friðjónsson, skipstjóri Fjölnis GK í samtali við DV. Segir hann að öllum um borð hafi verið brugðið.

Það voru sjómenn á Fjölni GK frá Grindavík sem drógu líkamsleifarnar upp úr Faxaflóa þegar báturinn var á línuveiðum. Atvikið átti sér stað fyrir um mánuði síðan.  DV greindi frá því í hádeginu í dag að líkamspartar hefðu fundist og að kennslanefnd ríkislögreglustjóra ynni nú að greiningu þeirra. Aðalsteinn lýsir atburðarásinni í samtali við DV eins og um kvikmynd væri að ræða. Segir hann Landhelgisgæsluna og lögreglu hafa brugðist við af mikilli fagmennsku.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Aðalsteinn að meira hafi komið upp á yfirborðið en bein. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða fót fyrir neðan hné og var hann í skó. Settu skipverjar fótinn þegar í frost og tilkynntu atvikið til Vaktstöðvar siglinga.

Í viðtalinu hrósar Aðalsteinn viðbrögðum lögreglu og Landhelgisgæslunnar í hástert. „Þeir hafa hækkað um tíu stig hjá mér í áliti eftir þetta,“ segir Aðalsteinn. Í fréttatilkynningu lögreglunnar sem var send út í dag vegna málsins er umfangsmiklum aðgerðum hennar lýst.

„Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp á þeim tímapunkti en  aðstæður á vettvangi  voru erfiðar, meðal annars  vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að ekki liggi fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst sé að það muni taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Málið er  í höndum kennslanefndar ríkislögreglustjóra, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki tjá sig frekar um málið á meðan sú niðurstaða liggur ekki fyrir.

Aðalsteinn segir í samtali við DV.

„Það er engu að síður jákvætt að fótleggurinn hafi fundist. Það verður vonandi til þess að einhver amma, mamma, eiginkona eða dóttir geti fengið huggun. Það er ósk okkar allra í áhöfninni að þessi fundur verði til þess að veita manneskju sem á um sárt að binda sálarró.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum