fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hundanýlendan í Chernobyl – Sjáðu myndirnar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer enginn til Chernobyl í Úkraínu nema í stutta stund í einu. Þó svo að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að allir íbúar fluttu frá Chernobyl og nágrannabænum Pripyat eftir kjarnorkuslysið í apríl 1986 er það ekki svo að þar þrífist ekki líf.

Mynd: Solo East Travel/Cover Images

Mynd: Solo East Travel/Cover Images

Í Chernobyl ráða flækingshundar ferðinni og eru þeir búnir að koma sér upp stórri og mikilli nýlendu, ef svo má segja, á þessu hættulega svæði.

Blíðir og góðir

120 þúsund manns fluttu burt frá svæðinu eftir slysið. Þeir þurftu að hafa hraðar hendur enda stafaði íbúum mikil ógn vegna geislunar frá kjarnorkuverinu. Þetta varð til þess að íbúar þurftu að skilja eigur sínar eftir, þar á meðal gæludýr eins og hunda og ketti sem raunar máttu ekki koma með.

Eftir kjarnorkuslysið voru hálfgerðar aftökusveitir sendar til Chernobyl og svæðanna í kring þar sem markmiðið var að drepa flækingshundanna sem ráfuðu um. Mikill fjöldi hunda var felldur en þó langt því frá allir.

Mynd: Solo East Travel/Cover Images

Í dag er staðan þannig að afkomendur þeirra hunda sem komust af ráfa um Chernobyl og nágrenni. Bresku blöðin Guardian og Daily Mail fjölluðu um þetta og birtu frásagnir fólks sem hafa rekist á dýrin. Hundarnir eru sagðir blíðir, þeir taka gestum fagnandi og líta ekki svo á að þeim standi ógn af mannfólki.

Deyja innan sex ára

Það eru ekki bara hundar sem halda til í Chernobyl heldur einnig refir, elgir, gaupur, hérar, hestar og úlfar. Veturnir í Úkraínu geta verið erfiðir og því þurfa hundarnir að sýna klókindi ef þeir ætla að lifa þá af. Vegna geislunar geta þeir ekki vænst þess að verða mjög gamlir. Flestir hundanna deyja um sex árum eftir að þeir fæðast.

Nadezhda Starodub, leiðsögumaður hjá Solo East Travel í Úkraínu, segir við Daily Mail að hundarnir séu vinsælir meðal ferðamanna. Fyrirtækið býður upp á stuttar heimsóknir til Prypiat, Chernobyl og þeirra svæða sem tæmdust eftir kjarnorkuslysið á sínum tíma.

„Flestum ferðamönnum finnst þeir fallegir en svo eru líka þeir sem telja að þeir séu mengaðir og forðast af þeim sökum að snerta þá,“ segir hún og bætir við fyrirtækið mæli með því að fólk meðhöndli hundanna eins og aðra flökkuhunda og fari varlega í kringum þá.

Hundarnir á svæðinu eru ekki alveg látnir afskiptalausir. Góðgerðasamtök sem kallast CFF hugsa um þá og veita þeim grunnþjónustu; sjá til þess að þeir þjáist ekki og hafi einhvern mat. Talið er að hundarnir í nágrenni Chernobyl-kjarnorkuversins séu um 250 talsins og nokkur hundruð til viðbótar í nágrenninu, Prypiat þar á meðal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“