fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirLeiðari

Hvað er þetta eiginlega með Íslendinga og bílskúra?

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur veðrið verið alveg snarvitlaust í höfuðborginni og víðar og þá veltir maður þessu með bílskúrana fyrir sér. Ég hef aldrei skilið af hverju Íslendingar nota ekki bílskúrana sína undir bíla. Einmitt hér á norðurhjara veraldar þar sem vetrarlægðirnar ætla okkur stundum óstöðug að æra.

Þau sem eiga bílskúra kjósa heldur að fylla þá af drasli og láta svo bílana standa úti í alls konar brjáluðum veðrum.
Þú kemur út í kaldan og dimman daginn klukkan hálf átta um morgun og skemmtunin hefst á því að moka nokkur kíló af snjó af bílnum þínum. Fyrst notarðu kúst á þakið og svo er það að skafa hann allan hringinn. Oft eru rúðurnar hélaðar og rúðuþurrkurnar fastar svo það þarf að hamast rækilega með sköfunni. Þú ert komin með rautt nef og meikið er hlaupið í kekki á kinnunum þegar þú loks sest inn í ískaldan skrjóðinn og kveikir á morgunútvarpinu sem stundum er allt of hresst miðað við aðstæður.

Væri ekki talsvert þægilegra að geta farið beint inn í bílinn sinn sem bíður hreinn og fínn í upphituðum bílskúrnum? Tipla tvö þrep á huggulegum hælaskóm úr þvottahúsi og tylla sér undir stýri. Með kaffiglasið í annarri og veskið í hinni. Smella á fjarstýringuna, sjá bílskúrshurðina opnast og bakka út. Enginn snjór, ekkert vesen. Kannski annað á heimleiðinni, en að minnsta kosti yrði morguninn talsvert þægilegri.

Nei. Bílskúrinn skal heldur nota sem afdrep fyrir aðþrengda eiginmenn sem reykja í laumi og alls konar drasl sem fjölskyldan hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Mig grunar að svona 95% allra sem eiga bílskúra á Íslandi hafi kannski einu sinni eða tvisvar keyrt bílinn sinn þar inn. Í mesta lagi.

Væri ekki ráð að taka til í skúrnum, selja dótið í Kolaportinu eða á Facebook, græða smá peninga og minnka svo viðhaldskostnað á bílnum í leiðinni? Ég bara spyr og það á innsoginu. Ég myndi að minnsta kosti gera það – ætti ég bílskúr.

PS. Ef ég væri í byggingabransanum þá myndi ég frekar smíða skemmur með nýjum rað- og einbýlishúsum og nota svo sem sölupunkt: „Fallegt einbýlishús til sölu, 50 fermetra skemma fylgir með. Fullkomin undir jólaskrautið úr Costco og gömul gúmmístígvél.“

Ætli þetta myndi slá í gegn?

Maður spyr sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku