fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð segist aldrei hafa þegið greiðslur vegna húsnæðis

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann hafi aldrei þegið greiðslur vegna húsnæðis þó hann eigi rétt á því. Sigmundur Davíð hefur verið í fréttum vegna lögheimilisflutninga hans árið 2013. Á árunum 2009 til 2013 var hann þingmaður Reykjavíkur en árið 2013 flutti hann lögheimilið á Hrafnabjörg III í Jökulsárhlíð þar sem hann hefur aldrei haldið heimili. Í desember í fyrra flutti hann svo lögheimilið til Akureyrar eftir að fyrri lögheimilisskráning var kærð.

DV ræddi við nokkra þingmenn í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi sem sögðust allir þiggja greiðslur fyrir að halda tvö heimili, annað í kjördæminu og annað á höfuðborgarsvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur búið í Seljahverfinu í Breiðholti í minnst 30 ár ásamt því að vera með lögheimili í Þistilfirði og þiggur mánaðarlegar greiðslur fyrir.

Sigmundur Davíð segir að hann sjálfur hafi aldrei þegið neinar greiðslur frá Alþingi vegna húsnæðis þrátt fyrir að hann eigi rétt á að fá 134.041 krónur á mánuði í húsnæðis- og dvalarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“