fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Hvað ætlar Indigo sér með WOW air?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 09:00

Bill Franke Leggur áherslu á að halda kostnaði niðri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir helgi var tilkynnt að fjárfestingarfyrirtækið Indigo Partners, sem er með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum, ætli að koma inn í rekstur WOW air og kaupa hlutafé í flugfélaginu. Tilkynnt var um þetta skömmu eftir að Icelandair tilkynnti að fyrirtækið væri hætt við að kaupa WOW air.

Hvað er Indigio Partners og hvernig vinnur fyrirtækið? Fyrirtækið hefur fjárfest í lággjaldaflugfélögum í Suður-Ameríku og Evrópu. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Bill Franke, forstjóra þess, að fyrirtækið hafi ákveðna framtíðarsýn fyrir WOW air og hlakki til að starfa með starfsfólki WOW air og öðrum við að hrinda þeirri framtíðarsýn í framkvæmd. Franke er ekki óþekktur í heimi lággjaldaflugfélaga en Indigio Partners kom til dæmis að rekstri Spirit Airlines, átti fyrirtækið, og kom því á réttan kjöl en fyrirtækið hafði glímt við mikla rekstrarerfiðleika. Indigio á einnig hlut í Frontier Airlines, JetSmart í Chile, Volaris Airlines í Mexíkó og Wizz Air í Ungverjalandi sem flýgur einmitt hingað til lands. Allt eru þetta lággjaldaflugfélög. Indigo er einnig stór kaupandi Airbus-flugvéla en WOW air hefur einmitt eingöngu verið með Airbus-vélar í flugflota sínum.

En þótt að Indigo Partners og WOW air hafi náð samkomulagi um aðkomu fyrrnefnda félagsins að því síðarnefnda er málið ekki frágengið. Í tilkynningu frá Indigo kom fram að félagið muni fjárfesta í WOW air að áreiðanleikakönnun lokinni. Einnig kom fram að Skúli Mogensen, stofnandi og aðaleigandi WOW air, verði áfram kjölfestufjárfestir í fyrirtækinu ef gengið verður frá aðkomu Indigo. Fyrirtækin ætla að vinna eins hratt og hægt er að því að ljúka málinu.

Indigo Partners er líklegast eitt þekktasta fjárfestingarfyrirtækið í einkaeigu sem einblínir á fjárfestingar í fluggeiranum, og það sem hefur náð bestum árangri. Félagið hefur náð góðum árangri með aðkomu sinni að Spirit Airlines, Volaris og Wizz air. Einnig hefur fyrirtækið fjárfest í ýmsum öðrum flugfélögum í gegnum tíðina.

Eins og kunnugt er hefur rekstur WOW air gengið illa og í nýlegri tilkynningu frá félaginu kom fram að rekstrarniðurstaða fjórða ársfjórðungs yrði verri en reiknað var með. Einnig kom fram að lánardrottnar félagsins hefðu krafist þrengri greiðsluskilyrða. Þá skilaði félagið fjórum Airbus-vélum sem það hafði haft á leigu.

Skúli Mogensen
Líklega verða breytingar hjá WOW á næstunni.

Hvað ætlar Indigo sér með WOW air?

Ef af fjárfestingu Indigo í WOW air verður má teljast öruggt að fyrirtækið ætli sér að gera ákveðnar breytingar á rekstri WOW air til að tryggja rekstur félagsins og framtíð. Samkvæmt því sem sérfræðingar á markaðnum segja má reikna með að Indigo gangi fram af festu ef og þegar lokið verður við að ganga frá aðkomu fyrirtækisins að WOW air. Bill Franke er sagður vera fjárfestir sem vill vera með fingurna á púlsinum og setji venjulega mark sitt á flugfélögin sem Indigo á hlut í. Hann er sagður vera nánast ofstækisfullur þegar kemur að rekstrarkostnaði og fyrir að vera slægur samningamaður.

Því hefur meðal annars verið varpað fram hvort Indigo muni krefjast þess að áhafnir WOW air verði ráðnar í gegnum starfsmannaleigur í því skyni að lækka launakostnað. Slík viðskiptamódel eru velþekkt í flugbransanum og nýtti Primera Air, sem nú er gjaldþrota, þetta módel meðal annars. Það sama á við um Ryanair sem nýtir það fyrir hluta áhafna sinna. Slík ráðningarform eru þyrnir í augum stéttarfélaga enda eru réttindi starfsfólks þá mun minni, til dæmis hvað varðar veikindi og frí, og launin mun lægri en kveðið er á um í kjarasamningum. Sömu sögu er að segja um þá sem starfa við afgreiðslu véla á jörðu niðri, þar kýs Indigo að notast við verktakasamninga.

Indigo kýs yfirleitt að fjárfesta í lággjaldaflugfélögum sem fljúga á stuttum leiðum, eins og Ryanair leggur áherslu á. Mikil áhersla er lögð á mikla nýtingu flugvéla þannig að þær stoppi ekki lengi við á flugvöllum og yfirleitt er rukkað fyrir næstum allt um borð, mat og drykki.

Það er því spurning hvað Indigo vill láta gera við lengri flugleiðir WOW air eins og til Bandaríkjanna og svo auðvitað fyrirhugað flug til Indlands. Viðskiptamódel WOW air hefur verið byggt upp á svipaðan hátt og hjá Icelandair, að nota Keflavíkurflugvöll sem skipti- og tengiflugvöll fyrir farþega á leið þeirra yfir Atlantshafið.

Ekki er ólíklegt að Indigo vilji leggja áherslu á stuttu flugleiðirnar í leiðakerfi WOW air en á þeim eru yfirleitt meiri möguleikar til kostnaðarhagræðingar en á löngu leiðunum. Einnig má telja líklegt að Indigo vilji endursemja við birgja og smásala til að lækka verð og þar með kostnað WOW air. Þá hafa sérfræðingar á flugmarkaði velt fyrir sér hvort WOW air, að ósk eða kröfu Indigo, muni hætta að nota Airbus A330 og skipta yfir í Airbus A320 en Indigo kýs yfirleitt að nota þær flugvélar hjá félögum sem fyrirtækið hefur fjárfest í.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“