fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Sólveig Anna fékk gjöf sem hún henti strax í ruslið – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. desember 2018 09:13

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk gjöf fyrir skemmstu sem hún endaði á að henda í ruslið. Sólveig greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en gjöfin sem um ræðir var frá Sambandi frjálsra stúdenta.

Um var að ræða bókin Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt, „mann sem elskaði Mises og Hayek út af lífinu“ eins og Sólveig orðar það.

„Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“

Sólveig heldur svo áfram:

„Frjálsir stúdentar sem væntanlega verða bráðum okkar nýju Overlords, innblásnir af mennskum reknivélum og æstir í að kenna vinnuaflinu nýjar og betri lexíur, mega svosem alveg halda áfram að færa mér pakka í vinnuna. En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug