fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brynjar handtekinn í Ástralíu – Stjarna á Instagram

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Smári Guðmundsson er hinn tveggja Íslendinga sem hafa verið handteknir í Ástralíu eftir að kókaín fannst í ferðatösku á flugvellinum í Melbourne. DV greindi í gær frá nafni hins mannsins, Helga Heiðars Steinarssonar. Brynjar og Heiðar er sagðir hafa verið með samtals um sjö kíló af kókaín en markaðsvirði þess í Ástralíu samsvarar um 220 milljón króna.

Brynjar Smári heldur úti Instagram-síðu þar sem hann er geysivinsæll, er með tæplega 17 þúsund fylgjendur. Til samanburðar má nefna að samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego er með 28 þúsund fylgjendur. Brynjar lýsir sér sem vaxtaræktarmanni og endurspegla myndir hans það áhugamál. Hann hefur sem og keppt í Fitness-keppnum hér á landi. „Fjögur ár síðan ég keppti í fyrsta skipti. Allt er hægt með dugnaði,“ skrifar hann við nýjust mynd sína. Athygli vekur að nýjasta mynd hans var birt fyrir um ári síðan.

Samkvæmt fréttaflutningi í Ástralíu var Brynjar handtekinn á flugvellinum í Melbourne eftir að um fjögur kíló af kókaíni fundust falin í fóðri ferðatösku hans. Hann var á leið til Hong Kong. Við frekari leit fundust tæplega þrjú kíló af kókaíni á hótelherbergi Helga Heiðars.

Líkt og Helgi Heiðar virðist Brynjar ekki eiga neinn sakaferil að baki hér á landi. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi og gætu átt yfir höfði sér allt að lífstíðardóm verði þeir fundnir sekir. Samkvæmt heimildum DV eru fjölskyldur beggja mannanna í áfalli og njóta nú aðstoðar utanríkisráðuneytisins.

https://www.instagram.com/p/BbTzlj0jDFd/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans