fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Lilja Alfreðsdóttir ósátt og svarar: „Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 20:47

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar. Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í yfirlýsingu á Facebook vegna frétta sem hafa birst í dag um þau ummæli sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla þann 20. Nóvember á Klaustri. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, kallaði Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og fyrrum flokksystur sína tík á fundinum alræmda á Klaustri. Klámkjafturinn var alls ráðandi í tali Gunnars, Sigmundar Davíðs og Bergþórs Ólassonar þegar talið barst að Lilju og klúryrði, bæði á íslensku og ensku látin falla. „Fuck that bitch“ og „Þú getur riðið henni“ heyrast greinilega.

Um yfirlýsingar Miðflokksins í kjölfarið segir Lilja:

„Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“