fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ómar rifjar upp erfiða reynslu: Skildi hundinn eftir deyjandi – „Erfið ákvörðun, sem þurfti að taka“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 15:00

Ómar Ragnarsson. Samsett mynd/DV/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson rifjar upp erfiða reynslu sem hann og ferðafélagar sínir lentu í á Grænlandsjökli fyrir nærri því 20 árum. Tilefnið er frétt um að Sir Dav­id Atten­borough hefði bjargað keis­ara­mörgæs­un­um líkt og upp­töku­teymi náttúrulífsþáttanna Dyn­asties sem komu fjölda mörgæsa sem voru í sjálf­heldu til hjálp­ar. Þátturinn sem sýndur var á BBC nýverið hefur vakið mikla umræðu þar sema l­menna regl­an varðandi mynd­un nátt­úr­lífsþátta er hins veg­ar sú að grípa ekki inn í, held­ur leyfa nátt­úr­unni að hafa sinn gang.

Eins og áður segir eru rúm 20 ár síðan þeir ferðuðust yfir jökulinn á þremur jeppum undir forystu Arngríms Hermannssonar, um er að ræða eina slíka leiðangur í sögunni, leiðangur sem Ómar segir á bloggsíðu sinni að verður líklegast aldrei endurtekinn. Í leiðangrinum komu upp tvö mál sem vörðuðu það hvort hinir erlendu gestir á Grænlandsgrund ættu að grípa inn í dýralíf og aðstæður líkt og upp­töku­teymi Dyn­asties.

Einstakt ferðalag þvert yfir Grænlandsjökul og til baka. Leiðangursmennirnir óku alls um 1.760 km í ferðinni, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Skjáskot af vef tímarit.is

Ferðin var farin í maí 1999. Ekið var þvert yfir Grænlandsjökul, tvisvar. Leiðangursmennirnir  óku alls um 1.760 km í ferðinni, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins á sínum tíma að stórgrýti, hliðarhaili, holklaki og jökulleirur hafi tafið förina. Við jaðra jökulsins beggja vegna eru mikil sprungusvæði og duttu jepparnir nokkrum sinnum niður úr snjóþekjunni.  Sums staðar var púðursnjórinn nær metri á dýpt. Leiðin lá hæst í 2.740 metra yfir sjávarmáli og frostið fór niður í
-35 gráður.

Óku fram á deyjandi sleðahund

Sleðahundar á Grænlandi. Mynd/Flickr

Fyrsta atvikið varðaði yfirgefinn sleðahund. „80 kílómetra inni á jöklinum ókum við fram á deyjandi og örmagna sleðahund. Augljóst var að forsvarsmenn sleðaeykis, sem við höfðum mætt nokkrum klukkustundum fyrr og var á leið yfir jökulinn á móti okkur, höfðu annað hvort skilið hundinn eftir eða hann orðið viðskila við eykið.“

Þeir þurftu þá að taka ákvörðun um hvort þeir ættu að grípa inn í það sem var að gerast á jöklinum eða ekki. „Það var útaf fyrir sig erfið ákvörðun, sem þurfti að taka. Annað hvort að taka hundinn með okkur með þeim erfiðleikum og vafaatriðum sem slíku fylgdi, eða að grípa, sem erlendir gestir, ekki inn í það sem væri að gerast í þessu hrikalega stóra landi.“ Ómar og félagar skildu því hundinn eftir deyjandi. „Við gátum ekki vitað hvort hundurinn var með einhverja pest, sem hefði gert hann örmagna, og ákváðum því að grípa ekki inn í.“

Illmögulegt að taka kálfinn með

Hreindýrakálfur á Grænlandi. Mynd/Phys.org

Seinna atvikið átti sér stað við lok leiðangursins, við jökulröndina. „Þá fór ég í gönguferð með kvikmyndavélina frá náttstað okkar og gekk fram á deyjandi nýfæddan hreindýrskálf, sem hafði orðið viðskila við móður sína. Enn og aftur var það erfið stund að taka ákvörðun um örlög kálfsins. Þetta var nokkrum tugum kílómetra innan við alþjóðaflugvöllinn í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði) en á þessu svæði var engin byggð og engir hreindýrabændur.“

Ómar segir illmögulegt eða ómögulegt að taka kálfinn með sér. „Niðurstaðan varð því að skipta sér ekki af því sem væri að gerast í hinu framandi landi.“

Segir hann að lokum fróðlegt að vita hvað lesendum finnst um mál af þessu tagi, á að grípa inn í eða skipta sér ekki að hvað gerist í svo framandi landi.

Hér má lesa pistil Ómars í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum