fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Var verkfræðingur átta mánuði að ástandsskoða braggann í Nauthólsvík?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 06:51

Bragginn umræddi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í Morgunblaðinu í dag fjallar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, um hið fræga Braggamál sem hefur kostað Reykvíkinga hátt í hálfan milljarð króna og er ekki enn lokið. Í grein sinni segir Áslaug að forgangsröðun opinberra fjármuna sé eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa en því virðist vera öðruvísi farið hjá Reykjavíkurborg. Þar á bæ hafi ekki verið horft mikið til forgangsröðunar á undanförnum árum þegar ákveðið hefur verið hvernig fjármunum borgarbúa skuli varið.

„Það kristallast einna skýrast í 257 milljóna framúrkeyrslu þegar Reykjavíkurborg ákvað að verja, eða eyða eftir því hvernig á það er litið, fjármunum í endurbyggingu á bragga og tengibyggingum. Áætlað var að verja 158 milljónum króna í verkefnið en kostnaðurinn er nú þegar kominn í 415 milljónir – án þess að verkefnið sé fullklárað. Kostnaður braggans er enn eitt dæmið um forystuleysi í Reykjavík.“

Segir Áslaug og bendir á að enginn einstaklingur, fjölskylda eða einkafyrirtæki hefði þolað kostnað sem þennan eða umframkeyslu í tengslum við framkvæmd.

„Það virðist þó gilda önnur lögmál um hið opinbera þar sem alltaf er hægt að ganga lengra, seilast aðeins dýpra og virða að vettugi áætlanir og eðlilegan kostnað. Enginn kostnaðarliður fór í útboð, það kemur lítið á óvart þegar rýnt er í sundurliðun á kostnaðinum við verkið. Auðvelt er að reka í rogastans þegar ástandsskoðun ein og sér kostar 27 milljónir króna, eða um það bil jafn mikið og lítil íbúð í einu af nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Ef við gefum okkur að tímagjald verkfræðings sé um 18.600 kr. á klukkustund (15 þús.kr. + vsk) þá má ætla að um 1.450 klst hafi farið í verkefnið, eða rúmir átta mánuðir fyrir einn mann í fullri vinnu. Líklega hefur ekkert hús á landinu farið í gegnum jafn dýra ástandsskoðun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“