fbpx
Fréttir

Fallist á framsal meints höfuðpaurs í Euromarketmálinu til Póllands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 05:03

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja skuli meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euromarketmáli til Póllands. Pólsk stjórnvöld kröfðust framsals á þeim grunni að þau séu að rannsaka aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og flutningi fíkniefna á milli landa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Haft er eftir Steinbergi Finnbogasyni, verjanda mannsins, að töluvert skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem voru sett fram í málinu. Litið hafi verið framhjá mannúðarsjónarmiðum en hér sé nánast eins og verið sé að framselja Íslendinga. Maðurinn hafi búið hér í rúmlega 10 ár og eigi konu og barn og sé með eiginn atvinnurekstur og tengist samfélaginu á ýmsan hátt.

Rannsókn lögreglunnar hér á landi á máli mannsins snýr að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti en þetta hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gleymdu að setja lík í kæli þegar komið var með það til Reykjavíkur

Gleymdu að setja lík í kæli þegar komið var með það til Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Töluverð fækkun hælisumsókna miðað við síðasta ár

Töluverð fækkun hælisumsókna miðað við síðasta ár
Fréttir
Í gær

Flugdólgur áreitti Ómar í sex klukkutíma: „Djöfuls merkikerti ertu! Hvað heldurðu að þú sért?“ 

Flugdólgur áreitti Ómar í sex klukkutíma: „Djöfuls merkikerti ertu! Hvað heldurðu að þú sért?“ 
Fréttir
Í gær

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina

Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar býðst til að verja Hildi Lilliendahl ef hún verður rekin

Jón Steinar býðst til að verja Hildi Lilliendahl ef hún verður rekin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar ætlar ekki í mál: „Þær geta verið rólegar yfir því“ – Stjórnmálamenn „skíthræddir“

Jón Steinar ætlar ekki í mál: „Þær geta verið rólegar yfir því“ – Stjórnmálamenn „skíthræddir“