fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Fallist á framsal meints höfuðpaurs í Euromarketmálinu til Póllands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 05:03

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja skuli meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euromarketmáli til Póllands. Pólsk stjórnvöld kröfðust framsals á þeim grunni að þau séu að rannsaka aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og flutningi fíkniefna á milli landa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Haft er eftir Steinbergi Finnbogasyni, verjanda mannsins, að töluvert skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem voru sett fram í málinu. Litið hafi verið framhjá mannúðarsjónarmiðum en hér sé nánast eins og verið sé að framselja Íslendinga. Maðurinn hafi búið hér í rúmlega 10 ár og eigi konu og barn og sé með eiginn atvinnurekstur og tengist samfélaginu á ýmsan hátt.

Rannsókn lögreglunnar hér á landi á máli mannsins snýr að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti en þetta hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Í gær

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Í gær

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri