fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 20. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það telst til undantekningar að launin mín séu rétt reiknuð. Þá þarf ég að hafa samband við launadeild Reykjavíkurborgar og fá þau leiðrétt,” segir Marcila Soto, þriggja barna móðir. Hún vinnur þrjú störf en kvíðir samt fyrir hverjum mánaðarmótum.

Marcila starfar við að baða í Hvassaleiti, hún sinnir vinnu fyrir heimaþjónustuna í Furugerði og aðstoðar í eldhúsinu á Sléttuvegi. Sögu hennar má lesa á síðunni Fólkið í Eflingu, en sögurnar þar hafa vakið mikla athygli.

„Ég þarf alltaf að fara í gegnum launaseðilinn minn gaumgæfilega og skoða hvort þau nýti persónuafsláttinn minn rétt. Ég var að breyta og fara úr því að vera á tímakaupi og fara í það að vera fastráðin, en þá fékk ég ekki greitt fyrir vinnuna í heimaþjónustunni, ég hringdi og spurði um kaupið mitt, mér var sagt að þau höfðu gleymt sér og ég fengi það sem upp á vantaði greitt um næstu mánaðamót,” segir Marcila og tekur fram að skýringin sem hún fær sé sú að launadeild borgarinnar sé of fáliðuð.

Marcila segir skattinn hafa tekið fullmikið af sér í sumar og fékk hún greiddar 50 þúsund krónur fyrir störfin þrjú. „Ég fór í skattinn og þeir sögðu mér að þetta væri launadeildin. Þá viðurkenndi launadeildin mistökin og sagði mér að ég fengi þetta leiðrétt um næstu mánaðamót. En kreditkortið getur ekki beðið og vextirnir safnast upp. Ég þarf alltaf að fara yfir launaseðilinn minn og ég fór líka í Eflingu og þar var maður sem skoðaði tímana og staðfesti að ég reiknaði rétt,” segir hún.

Dæmi um niðurbrot réttinda

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson deilir sögu Marcilu í hópi sósíalista á Facebook og segir sögu Marcilu vera dæmi um hvernig réttindi launaflokks eru brotin niður.

„Launafólk út um allan vinnumarkaðinn er að segja okkur þetta; það þarf að beygja sig undir sífellt fáránlegri reglur og mætir sífellt ömurlegra viðmóti, ofan á það að fá skítalaun sem duga ekki fyrir framfærslu,” segir Gunnar Smári. „Þetta á ekki síst við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, sem er stærsti láglaunavinnustaður landsins.”

Hér má lesa sögu Marcilu í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku