fbpx
Fréttir

Netheimar loga vegna braggans og höfundarréttarvörðu stráanna – „Það er hyski sem stendur á beit í útsvarinu mínu þegar ég er í vinnunni“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 09:23

Frétt Eyjunnar í gær um stráin fyrir utan braggann í Nauthólsvík vakti mikla athygli. Kostnaður Reykjavíkurborgar við braggann hefur farið verulega úr böndunum, upphaflega átti verkefnið að kosta rúmar 150 milljónir en nú er kostnaðurinn kominn vel yfir 400 milljónir og enginn veit hvað hann mun kosta á endanum. Einstaka kostnaðarliðir hafa verið gagnrýndir, þar á meðal óklárað náðhús sem hefur kostað 46 milljónir. Í gær greindi Eyjan svo frá því að stráin í beðinu fyrir utan braggann eru innflutt frá Danmörku, varin höfundarrétti og kostuðu alls 757 þúsund krónur. Þess má geta að stráin heita dúnmelur sem er náskylt melgresi sem vex um allt land.

Sjá einnig: Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttarvarin og keypt frá Danmörku

Það má segja að fréttin hafi hreinlega kveikt í netverjum á Twitter. Skömmuðust margir yfir kostnaðinum og spurt var hver bæri ábyrgð á málinu. Aðrir horfa á málið sem hreina skemmtun og gera stólpagrín að borgaryfirvöldum, er nú leit að besta orðaleiknum sem inniheldur orðið strá. DV tók saman nokkur tíst úr öllum áttum um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“