fbpx
Fréttir

Sjáðu Donald Trump syngja bandaríska þjóðsönginn

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 12:00

Hæðst er að Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlum vegna myndbands sem virðist sýna að hann eigi í erfiðleikum með að syngja með bandaríska þjóðsöngnum. Trump var staddur á ruðningsleik milli Alabama og Georgíu í gærkvöldi þegar myndbandið var tekið.

Gagnrýnendur Trump hafa bent á að hann sjálfur hafi gagnrýnt ruðningsleikmenn fyrir að standa ekki þegar þjóðsöngurinn er spilaður, gerðu þeir það til að sýna samstöðu með blökkumönnum í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir leikinn í gær endurtók Trump gagnrýni sína. „Það er nægt rými fyrir fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri og mótmæla, en við elskum fánann okkar og við elskum þjóðsönginn okkar og við viljum halda því þannig,“ sagði Trump á fundi með bændum í Nashville í gær.

Í myndskeiðinu heyrist ekki í Trump syngja en hann sést hreyfa varirnar. Vilja margir meina að hann kunni ekki allan textann. Dæmi nú hver fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum