fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Var rússneskur hershöfðingi myrtur vegna Steele-skýrslunnar um Donald Trump?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 06:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs 2017 var birt umdeild skýrsla um Donald Trump en hún var skrifuð af Christopher Steele fyrrum liðsmanni bresku leyniþjónustunnar MI6. Í skýrslunni kom meðal annars fram að rússneska leyniþjónustan væir hugsanlega með myndir af Trump með vændiskonum á hótelherbergi í Moskvu í fórum sínum. Forsetinn hefur hafnað þessum ásökunum og sagt þær vera „fake news“. En skýrslan vakti ekki bara athygli í Bandaríkjunum því í Moskvu hófst mikil leit að heimildarmönnum Steele. Hugsanlegt er að skýrslan hafi kostað rússneskan hershöfðinga lífið vegna gruns um að hann hafi lekið upplýsingum til Steele.

Við yfirheyrslur hjá bandarískri þingnefnd í ágúst á síðasta ári sagði Joshua Levy, lögmaður eins stofnenda fyrirtækisins Fusion GPS sem pantaði skýrsluna, að rússneskur hershöfðingi hefði verið myrtur vegna skýrslunnar. Afrit af yfirheyrslu þingnefndarinnar var ekki birt fyrr en nýlega.

Glenn Simpson, einn stofnenda Fusion GPS, var yfirheyrður af þingnefnd í nóvember og þar sagðist hann aðspurður ekki vita til að neinn hefði verið myrtur vegna skýrslunnar en sagði að fólk hefði stofnað eigin lífi í hættu með því að veita skýrsluhöfundi upplýsingar. Afrit af þessari yfirheyrslu var einnig birt nýlega.

Fyrir tæplega einu ári var fjallað um morðið á Oleg Erovinkin, fyrrum ofursta í rússnesku leyniþjónustunni KGB, í The Daily Telegraph. Þar kom fram að Erovinkin hefði fundist látinn í bíl sínum nærri miðborg Moskvu. Staðarblöð sögðu í upphafi að hann hefði verið myrtur en síðar var því breytt í að hann hefði fengið hjartaáfall.

Luke Harding, fyrrum fréttamaður The Guardian í Moskvu, segir í bók sinni ´Cullusion: Secrets Meetings, Dirty Money, and How Russia Helped Donald Trump win´ að gatan þar sem Erovinkin fannst sé fáfarin, þar séu ekki nein kaffihús, verslanir eða fólk á ferli og því sé hún tilvalinn staður til að fremja morð.

En af hverju er Erovinkin áhugaverður í tengslum við skýrslu Steele? Ástæðan er að hann var hægri hönd Igor Sechin, fyrrum varaforsætisráðherra, sem er í dag forstjóri ríkisolíufélagsins Rosneft.

The Daily Beast segir að Sechin sé líklegast valdamesti maðurinn sem hefur unnið með Pútín forseta. Í skýrslu Steele kemur fram að Erovinkin hafi fengið upplýsingar um fund Carter Page, ráðgjafa Trump í utanríkismálum, með Sechin frá heimildarmanni sem stóð Sechin nærri. Í skýrslunni kemur fram að á þessum fundi hafi verið rætt um að hætta efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínu-deilunnar og að styrkja samstarf Bandaríkjanna og Rússlands á sviði orkumála og áætlanir um að einkavæða Rosneft.

Jótlandspósturinn segir að Page hafi við yfirheyrslu hjá þingnefnd neitað að hafa hitt Sechin en hafi síðar játað að hafa hitt rússneska leyniþjónustumenn.

Það eru auðvitað bara getgátur hvort Erovinkin hafi verið heimildarmaður Steele en eftir því sem Christo Grozev, hjá búlgörsku hugveitunni Risk Management Lab, segir þá er líklegt að Erovinkin hafi verið heimildarmaður Steele. Í samtali við dagblaðið Haaretz sagði hann að heimildarmenn úr innsta hring hafi sagt honum að Erovinkin hafi verið einhverskonar fjármálaráðherra Sechin og tengiliður hans við Pútín. Allir séu sammála, bæði opinberir heimildarmenn og leynilegir, að Erovinkin hafi verið nánasti samstarfsmaður Sechin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla