fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan rannsakar andlát franska ferðamannsins

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Farið var að grenslast fyrir um ferðir mannsins eftir að þjóðgarðsvörður hafði gert bílaleigu viðvart um að bifreið frá henni, Volkswagen Polo, 4 dyra, grá að lit, hafi staðið um einhvern tíma á bílastæðinu við Sandfell.

Maðurinn mun hafa tekið bifreiðina á leigu til eins mánaðar þann 24. desember og síðast er vitað um ferðir hans í Skaftafelli þann 29. desember s.l.

Franska sendiráðið á Íslandi hefur upplýst aðstandendur mannsins um málið. Beðið er niðurstöðu réttarkrufningar um dánarmein mannsins en ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti.

Hafi einhver orðið umræddrar bifreiðar var á tímabilinu frá 29.12.2017 til 15.01.18 er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum