Ferjaður um flugstöðina í hjólastól að sökum ölvunar

Mynd: © DV ehf / Sigtryggur Ari Johannsson

Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Erlend kona gekk á einstefnuhlið í töskusal og datt. Þrennir farþegar voru handteknir í flugstöðinni sem misstu af flugi eða var vísað frá vegna ölvunar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögregla varð að ferja einn farþega, sem millilenti í Keflavík, um flugstöðina í hjólastól þar sem honum var meinað að halda ferð sinni áfram. Farþeginn stóð ekki í fæturna að sökum ölvunar.

Sama máli gegndi um annan farþega sem hugðist fara til Póllands en komst ekki lengra heldur en á bekk við útgönguhlið þar sem hann sofnaði ölvunarsvefni. Farþeginn var settur í hjólastól og færður í tökusal þar sem innritaður farangur hans var sóttur. Vegna slæmrar hegðunar mannsins varð að handtaka hann og færa á lögreglustöð. Þetta er í annað skipti á fáeinum dögum sem þessi sami maður kemur við sögu lögreglu í flugstöðinni af sömu ástæðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.