Strætó byrjar að keyra á nóttunni um helgar

Næturakstur Strætó hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar. Sex leiðir verða í boði, eru það vagnar 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Leiðirnar sem um ræðir eru sambærilegar leiðum 1, 2, 3, 5, 6 og 11, og fara á Vellina í Hafnarfirði, upp í Hamraborg og Salahverfið. Leið 103 fer upp í Selja- og Hólahverfið. Leið 105 fer svo upp í Norðlingaholt og leið 106 fer upp í Ártún. Leið 111 fer svo til Seltjarnarness.

Leiðirnar munu aka á um það bil klukkutíma fresti eða frá klukkan 01:00 til um 04:30. Miðaverðið er tvöfalt á við venjulegt verð, 920 krónur ferðin eða tveir strætómiðar. Ekið verður frá Lækjargötu og Hlemmi.

Leigubílstjórar munu ekki geta nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg um helgar frá kl. 01-04 þessar nætur. Þeir verða því neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og í Lækjargötu við Bernhöftstorfu.

Smelltu hér til að sjá gagnvirkt kort af næturleiðunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.