Fréttir

Strætó byrjar að keyra á nóttunni um helgar

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 15:24

Næturakstur Strætó hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar. Sex leiðir verða í boði, eru það vagnar 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Leiðirnar sem um ræðir eru sambærilegar leiðum 1, 2, 3, 5, 6 og 11, og fara á Vellina í Hafnarfirði, upp í Hamraborg og Salahverfið. Leið 103 fer upp í Selja- og Hólahverfið. Leið 105 fer svo upp í Norðlingaholt og leið 106 fer upp í Ártún. Leið 111 fer svo til Seltjarnarness.

Leiðirnar munu aka á um það bil klukkutíma fresti eða frá klukkan 01:00 til um 04:30. Miðaverðið er tvöfalt á við venjulegt verð, 920 krónur ferðin eða tveir strætómiðar. Ekið verður frá Lækjargötu og Hlemmi.

Leigubílstjórar munu ekki geta nýtt sér biðstöð strætisvagna við Lækjartorg um helgar frá kl. 01-04 þessar nætur. Þeir verða því neðst í Hverfisgötu, í Aðalstræti og í Lækjargötu við Bernhöftstorfu.

Smelltu hér til að sjá gagnvirkt kort af næturleiðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét hvetur Semu Erlu til að kæra og hótar sjálf að kæra Stundina – „Ég er ekki ofbeldisfull fyllibytta“

Margrét hvetur Semu Erlu til að kæra og hótar sjálf að kæra Stundina – „Ég er ekki ofbeldisfull fyllibytta“
Fréttir
Í gær

Leigði kjallara á Suðurnesjum og ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur

Leigði kjallara á Suðurnesjum og ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur
FókusFréttir
Í gær

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fréttir
Í gær

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum