fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Helgi: „Mig langar til að segja þér smá sögu um atburð sem ég mun aldrei gleyma“

Auður Ösp
Föstudaginn 25. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Héðinsson oddviti H listans í Skútustaðahreppi deilir athyglisverðir frásögn á facebooksíðu sinni, sem eflaust mun veita hvatningu til að nýta kosningaréttinn á morgun og hafa þannig áhrif á framtíð sveitarfélaganna.

Í færslunni rifjar Helgi upp eftirminnilegt samtal sem hann átti við eldri mann fyrir rúmlega tíu árum síðan.

„Mig langar til að segja þér smá sögu um atburð sem ég mun aldrei gleyma. Fyrir tæplega áratug var sá sem þetta ritar háskólanemi, staddur í Reykjavík. Þetta var í aðdraganda kosninga og ungi háskólaneminn sat á spjalli við mann sem nú er á tíræðisaldri. Umræðuefnið var kosningaréttur og sú athöfn sem henni fylgir þ.e. að kjósa.“

Helgi fékk kosningarétt árið 2006 og segist á þessum tímapunkti hafa fengið nóg af glundroðanum sem að hans mati einkenndi bæjar og landspólitíkina. Hann taldi því best að láta öðrum eftir að skila inn atkvæðum.

„Gamli maðurinn sagði þetta vera eðlilegt viðhorf í ljósi þess hvað hafði gengið á árin á undan en benti á tvennt sem rennur ekki glatt úr minni.

Í fyrsta lagi benti hann á það að hámarks virðingu yrði að bera fyrir kosningaréttinum. Hann væri síður en svo sjálfsagður og margir fært miklar fórnir til að tryggja konum og körlum rétt til að velja sína fulltrúa með atkvæðagreiðslu. Launa þyrfti því góða fólki sem tryggði okkur réttinn með því að nýta sér undantekningarlaust réttinn til að kjósa. Ekki væri verra ef kostirnir væru góðir.

Í öðru lagi benti hann unga háskólanemanum á það að sá sem ekki tekur afstöðu veitir öðrum umboð til taka fyrir sig ákvörðun. Ákvörðun sem enginn ætti að taka nema við sjálf eftir okkar sannfæringu, hverju sinni. Slíkt væri ekki bara ábyrgðarlaust heldur beinlínis móðgun við þá sem lagt hafa grunninn að lýðræðinu.

Helgi segir þessi orð gamla mannsins koma æ oftar upp í hugann á tímum þar sem sífellt fleiri nýta ekki rétt sinn til ákvarðanatöku.

„Sjálfur mun ég aldrei veita öðrum umboð til að velja mína fulltrúa og því kýs ég að kjósa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn

Finna ekki mann sem hélt framhjá eiginkonu sinni – Vill hann afskráðan sem barnsföður sinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“