fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Fréttablaðið beinir fallbyssunni að Svanhildi: „Harpa á betra skilið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 15:18

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Samsett mynf/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar hörð gagnrýni á tónlistarhúsið Hörpu er áberandi í Fréttablaðinu í dag og þrír meginflokkar þjóðmálaumræðu blaðsins eru allir helgaðir umfjöllun um tónlistarhúsið umdeilda og forstjóra þess, Svanhildi Konráðsdóttur. Eins og alkunna er var tónlistarhúsið Harpa mikið í fréttum í vikunni í kjölfar þess að um 20 þjónustufulltrúar sögðu upp störfum þar sem þeir sættu sig ekki við að laun þeirra lækkuðu á sama tíma og launalækkun forstjórans gekk til baka og laun hennar hækkuðu á ný. Fréttablaðið í dag gagnrýnir Hörpu í leiðara og Bakþönkum blaðsins – auk þess sem skopteiknari blaðsins birtir afar neyðarlega mynd af forstjóranum þar sem hún stendur uppi á sviði, þess albúin að syngja í Eurovision – en áhorfendasalurinn er tómur og áletrunin fyrir aftan hana er „Eurovesen“.

Í Bakþönkum dagsins skrifar Óttar Guðmundsson, geðlæknir og afar þekktur pistlahöfundur, meðal annars:

Harpa rataði í sviðsljósið á dögunum vegna launastefnu fyrirtækisins. Menn lækkuðu laun þeirra lægstlaunuðu en hækkuðu laun forstjórans á móti. Þetta þótti eðlileg ráðstöfun til að draga úr milljarðatapi hússins. Starfsmenn á plani sættu sig ekki við þetta og voru með uppsteyt og sögðu upp. Harpa svaraði þessum mótmælum starfsmanna fullum hálsi. Nú væri hægt að ráða inn nýtt fólk sem skildi launastefnu og almennar þrengingar fyrirtækisins. Baráttuglaðir verkalýðsforingjar gagnrýndu forstjóra og stjórnarformann fyrir framkomu þeirra gagnvart almennu starfsfólki. Stjórnin sendi þeim líka tóninn. Ekki er að finna neina auðmýkt eða sáttavilja hjá þessu opinbera fyrirtæki.

Það er sorglegt að Harpa hefur ekki orðið lifandi vettvangur listsköpunar á landinu heldur er að verða að táknmynd um íslenskan hroka og dómgreindarleysi í vitund almennings.

Leiðari blaðsins, eftir Kristínu Þorsteinsdóttur ber yfirskriftina: „Harpa á betra skilið.“ Þar eru viðraðar sterkar efasemdir um að stjórn og stjórnendur Hörpu valdi starfi sínu. Síðan segir:

Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu.

Við hlið leiðarans birtist síðan hin neyðarlega skopmynd. Sjá nánar (bls. 18)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim