Norski rithöfundurinn Lene Wold, höfundur bókarinnar Heiðra skal ég dætur mínar, er komin til Íslands en útgáfuhóf vegna íslenskrar útgáfu bókarinnar verður haldið í Norræna húsinu á fimmtudag frá kl. 17 til 19. Höfundur hefur rannsakað heiðursmorð og rætt við fólk sem hefur komið við sögu í þessum hryllilegu glæpum.
Lene Wold hefur varið miklum tíma í Jórdaníu undanfarin þrjú ár með föður sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum til að endurheimta heiður fjölskyldunnar.
Wold hefur rætt við dótturina, sem lifði af tilræðið og sat í fangelsi í mörg ár á eftir til að hljóta vernd fyrir eigin fjölskyldu. Höfundurinn hefur heimsótt fangelsi og moskur, lesið blaðagreinar og dómsskjöl, og heimsótt ímana, þorpsleiðtoga og morðingja.
Með hjálp óvenjulegra heimilda lýsir hún hlið á heiðursmorðum sem hingað til hefur verið óþekkt. Við fáum söguna frá sjónarmiði gerandans og Wold sýnir fram á að heiðursmorð snúast ekki um íslam, heldur um hefðir og löggjöf sem er hægt að takast á við og breyta.
Bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu og kemur höfundurinn hingað til lands þann 10. maí vegna útgáfunnar. Bókin ber heitið „Heiðra skal ég dætur mínar“ í íslenski þýðingunni. Sjá nánar hér.