fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Útgáfuteiti í Norræna húsinu: Höfundur bókar um heiðursmorð er á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski rithöfundurinn Lene Wold, höfundur bókarinnar Heiðra skal ég dætur mínar, er komin til Íslands en útgáfuhóf vegna íslenskrar útgáfu bókarinnar verður haldið í Norræna húsinu á fimmtudag frá kl. 17 til 19. Höfundur hefur rannsakað heiðursmorð og rætt við fólk sem hefur komið við sögu í þessum hryllilegu glæpum.

Lene Wold hefur varið miklum tíma í Jórdaníu undanfarin þrjú ár með föður sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum til að endurheimta heiður fjölskyldunnar.

Wold hefur rætt við dótturina, sem lifði af tilræðið og sat í fangelsi í mörg ár á eftir til að hljóta vernd fyrir eigin fjölskyldu. Höfundurinn hefur heimsótt fangelsi og moskur, lesið blaðagreinar og dómsskjöl, og heimsótt ímana, þorpsleiðtoga og morðingja.

Með hjálp óvenjulegra heimilda lýsir hún hlið á heiðursmorðum sem hingað til hefur verið óþekkt. Við fáum söguna frá sjónarmiði gerandans og Wold sýnir fram á að heiðursmorð snúast ekki um íslam, heldur um hefðir og löggjöf sem er hægt að takast á við og breyta.

Bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu og kemur höfundurinn hingað til lands þann 10. maí vegna útgáfunnar. Bókin ber heitið „Heiðra skal ég dætur mínar“ í íslenski þýðingunni. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið