Jón Gnarr rær nú á ný mið en í vikunni hóf hann störf hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Námfús Ísland. Óhætt er að segja að ferilskrá Jóns sé orðin ansi skrautleg en áður hefur meðal annars starfað sem næturvörður á geðdeild, leikari, útvarpsmaður, rithöfundur, handritshöfundur og síðast en ekki síst sem borgarstjóri Reykjavíkurborgar.
Námfús Ísland stendur á bak við skólaumsjónarkerfið en í gegnum kerfið er hægt að nálgast margvísleg gögn tengd daglegu skólastarfi,
Jón Gnarr greinir frá nýja starfinu á facebooksíðu sinni og kveðst vera spenntur fyrir komandi tímum.
Í vikunni tók ég stóra ákvörðun í lífinu og gekk ég til samstarfs við hugbúnaðarfyrirtækið Námfús Ísland. Ég hlakka til að fara nú að kynna Námfús á fullu, fyrir skólum, skólastjórnendum og foreldrum. Ég er svakalega spenntur fyrir þessu verkefni.
Menntun barna og skólamál haf lengi verið mitt hjartans mál og ég hef leitað möguleika til að gera skólagöngu eins ánægjulega upplifun fyrir alla og mögulegt er og þá sérstaklega með áherslu á einstaklingsmiðað nám. Námfús heillaði mig alveg upp úr skónum, þegar ég kynntist því, og ég hlakka til að kynna þetta byltingarkennda verkfæri og hjálpa öðrum að nýta sér það.