fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Túrismi er miklu verri fyrir umhverfið en vísindamenn töldu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem fljúga heimshorna á milli gera náttúrunni miklu meiri skaða en vísindamenn töldu. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímaritinu Nature á dögunum.

Í rannsókninni voru fleiri þættir en flugferðir teknir inn í reikninginn. Samkvæmt niðurstöðunum ber túrismi ábyrgð á um átta prósentum útblásturs gróðurhúsalofttegunda á borð við koldíoxíðs í heiminum. Þetta er um þrisvar sinnum meira en áður var talið.

Vísindamennirnir skoðuðu venjur ferðamanna í um 160 löndum um allan heim. Auk þess að taka ferðalög, til dæmis með flugvélum, strætisvögnum, rútum, bílaleigubílum og lestum, með í reikninginn voru matar- og verslunarvenjur skoðaðar.

Þetta er vissulega misjafnt milli ríkja og segir Dr. Aunima Malik, vísindamaður við University of Sydney, að túrismi beri ábyrgð á um 80 prósentum útblásturs á vinsælum ferðamannastöðum, til dæmis Maldvíeyjum og Seychelleyjum.

„Þessi litlu eyríki eru í sérstökum vanda því þau reiða sig að stóru leyti á ferðamennsku,“ segir Malik sem bendir á að sama tíma og túrismi sé að aukast á heimsvísu hafi aldrei verið mikilvægara en nú að gera hann sjálfbæran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi