fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Illugi var laminn með hnúajárni fyrir að vera trans maður: „Það er brútal“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. maí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Illugi Hjörleifsson Figved og Alexander Björn Gunnarsson segja mikla fordóma ríkja í íslensku samfélagi gagnvart transfólki. Þeir eru báðir trans menn, þeim var úthlutað kvenkyni við fæðingu en létu síðar leiðrétta kyn sitt. Í ítarlegu viðtali í Mannlíf í dag ræða þeir um kynjahlutverkin, #metoo-byltinguna og fordóma gagnvart trans fólki á Íslandi.

Sjá einnig: Útbúinn getnaðarlimur fyrir Alexander Björn úr húð af handlegg

Alexander segir að á meðan það sé mikil trans fóbía í samfélaginu þá sé líklegt að trans menn sem geta falið sig geri það. Illugi hefur fundið fyrir fordómum gegn trans fólki á eigin skinni: „Ég hef verið laminn fyrir að vera trans, með hnúajárni. Ég lenti á spítala. Það er brútal,“ segir Illugi. Hann segir fordóma birtast í ýmsum myndum:

„Fólk heldur að við séum komin langt, sem er rétt. Við erum komin langt í hinsegin baráttunni. Samt er mikið sem þarf enn að vinna í. Samkvæmt regnbogakortinu þar sem farið er yfir hve langt lönd eru komin í réttindum hinsegin fólks í lagalegum skilningi, stöndum við mjög illa. Það eru til dæmis engin lög sem banna það að hinsegin manneskja sé rekin úr starfi út af því að hún er hinsegin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar