fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Einar Páll bjargaði lífi tveggja stúlkna á Mallorca: „Dagurinn var algjört sjokk eftir þetta“

Auður Ösp
Föstudaginn 4. maí 2018 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér varð svo brugðið. Þær hefðu bara verið drukknaðar mínútu seinna án þess að nokkur tæki eftir,“ segir Einar Páll Tamimi lögmaður en hann bjargaði óvænt lífi tveggja lítilla stúlkna í sundlaugargarði í Mallorca.  Í samtali við DV kveðst hann vonast til að frásögn hans muni koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi.

Í samtali við Menn.is rifjar Einar Páll upp þetta eftirminnilega atvik sem átti sér stað árið 2008. Hann segist hafa verið staddur í sundlaugargarðinum ásamt sonum sínum tveimur og verið úti í lauginni þegar hann sá stúlkurnar tvær á kafi. Engin hljóð eða köll bárust frá þeim og þar af leiðandi var í enginn í grendinni sem kom þeim til hjálpar.

„Önnur náði aðeins að setja hausinn upp úr – en hin var alveg á kafi. Eins og þessi eldri hafi verið að reyna hjálpa þeirri yngri. Báðar voru á stað sem þær réðu ekki við,“ segir Einar sem brást skjótt við og kom stúlkunum til bjargar.

„Ég fer að þeim – ríf þær upp með sitthvorri hönd – og byrja að koma þeim í öryggi. Sonur minn hjálpaði mér og við komum þeim á bakkann.“

Hann segir stúlkurnar hafa hlupið grátandi til foreldra sinna sem höfðu ekkert verið að fylgjast með því sem fram fór.

Í samtali við DV segist Einar jafnframt halda að foreldrarnir hafi ekki áttað sig á því sem hafði gerst. „Þau töluðu bara spænsku svo ég gat ekkert talað við þau, en ég bað líffvörðinn að láta þau vita hvað hefði gerst og biða þau að gæta barnanna sinna betur. Þar með lauk þeim samskiptum.“

Hann segir daginn hafa verið „algjört sjokk“ eftir þetta atvik.

Það var svo yfirþyrmandi. Þú lætur ekki börn leika sér í djúpri laug án þess að fylgjast með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar