fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Líkið í veggnum á kvennaklósettinu – Lögregla telur manninn hafa látist af slysförum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla telur að óvenjulegan líkfund á kvennaklósetti verslunarmiðstöðvar í Calgary í Kanada megi rekja til slyss. Það var í vikunni að lík ungs karlmanns fannst bak við vegg inni á kvennaklósettinu.

Lögregla hófst strax handa við rannsókn málsins og telur hún víst að maðurinn hafi sjálfur komið sér sjálfur á bak við vegginn. Þar hafi hann setið fastur og líkur séu á að hann hafi látist af völdum súrefnisskorts.

Maðurinn sem um ræðir var á þrítugsaldri. Þó að lögregla telji að um slys hafi verið að ræða er nokkrum spurningum enn ósvarað. Til dæmis liggur ekki fyrir hvers vegna maðurinn ákvað að fara á bak við vegginn. Til að komast á bak við hann þarf að fjarlægja lítið lok af loftræstiopi ofan á veggnum sem er í nokkurra metra hæð.

Eftirlitsmyndavélar gefa til kynna að maðurinn hafi farið einn inn á salernið síðdegis síðastliðinn föstudag. Það var svo á mánudag að starfsfólk sem sinnir ræstingum í verslunarmiðstöðinni fann líkið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi