fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
FréttirPressan

Ætlaði að kenna börnunum lexíu – Endaði með dauða þeirra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 22:00

Cynthia Randolph. Mynd:Parker County Jail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heitum maídegi á síðasta ári voru tvö börn Cynthia Randolph, 25 ára, frá Parker County í Texas í Bandaríkjunum að leik í bíl hennar. Þegar börnin, sem voru tveggja og eins árs, neituðu að koma með henni inni ákvað hún að kenna þeim ákveðna lexíu. Hún læsti bílnum og fór inn í húsið. Hún taldi að tveggja ára dóttir hennar væri nægilega þroskuð til að geta komist út úr bílnum upp á eigin spýtur og gæti tekið bróður sinn með.

Cynthia fór inn og reykti marijúana og horfði á Keeping Up With the Kardashians í sjónvarpinu. Síðan fékk hún sér blund. Forth Worth Star-Telegram skýrir frá þessu.

Þegar hún vaknaði eftir tvo til þrjá tíma að eigin sögn fór hún út til að athuga með börnin voru þau enn í bílnum. Hún náði engu sambandi við þau og þau voru úrskurðuð látin skömmu síðar. Cynthia braut rúðu í bílnum til að reyna að láta þetta allt líta út eins og slys.

Dómur var kveðinn upp yfir henni á mánudaginn og var hún dæmd í samtals 40 ára fangelsi.

Krufning leiddi í ljós að börnin létust af völdum hita. Þennan dag var 35 stiga hiti og talið er að hitinn inni í bílnum hafi náð allt að 60 gráðum.

Cynthia varð margsaga í yfirheyrslum og fyrir dómi og sagði meðal annars að börnin hefðu stungið af frá henni og að hún hefði síðan fundið þau inni í bílnum. Fyrir dómi voru sýndar 13 klukkustundir af margbreytilegum framburði hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir