fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Verður þetta lengsta flugferð sögunnar? 19 klukkutímar og rúmir 15 þúsund kílómetrar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. apríl 2018 13:15

Singapore Airlines hefur boðið upp á svona ferðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að heimsmet yfir lengstu samfelldu millilandaflugferðina verði brátt slegið. Lengsta flugferðin sem ferðalöngum stendur til boða er á milli Auckland í Nýja-Sjálandi til Doha í Katar en ferðin tekur heilar 18 klukkustundir. Vegalengdin er um 15 þúsund kílómetrar.

Þar á eftir kemur flugið á milli Perth í Ástralíu til London á Englandi, en ferðin tekur um 17 klukkustundir.

Nú gæti nýtt met verið í fæðingu því Singapore Airlines mun brátt taka í notkun nýja þotu frá Airbus, A350-900, en drægni vélarinnar er tæpir 18 þúsund kílómetrar. Verður Singapore Airlines fyrsta flugfélagið sem fær vélina afhenta og hún mun nýtast félaginu vel, ef marka má áætlanir félagsins.

Flugfélagið hyggst nota vélina til að fljúga beint á milli Singapore og New York í Bandaríkjunum, en ferðin tekur um 19 klukkustundir og vegalengdin er 15.323 kílómetrar.

Félagið hyggst taka fyrstu vélina í notkun fyrir árslok en Singapore Airlines hefur þegar pantað sjö slíkar vélar. Auk þess að fljúga til New York mun félagið nota vél undir flug til Los Angeles á næsta ári, en það mun taka um 15 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt