Reykjanesbrautin er nú lokuð vegna þriggja bíla áreksturs sem varð þar laust fyrir hádegi. Er umferð beint í gengum Vallahverfi. Samkvæmt frétt RÚV er einn maður alvarlega slasaður en aðrir sluppu lítið meiddir. Tíu bílum og einni rútu var ekið framhjá slysstaðnum án þess að nokkuð stöðvaði og byði fram hjálp. Mun þó hafa verið augljóst að alvarlegt slys hafði átt sér stað.
Reykjanesbrautin verður opnuð aftur kl. 13:30