fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Vísindamenn klóra sér í höfðinu yfir myndum af dularfullum holum á norðurslóðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur tekið myndir af dularfullum holum sem hafa fengið vísindamenn um allan heim til að klóra sér í höfðinu. Myndirnar voru teknar í rannsóknarflugi yfir Beaufort-hafi fyrir norðan Kanada.

Aldrei áður hafa náðst myndir af slíkum fyrirbærum, holur í ísbreiðunni þar sem engar holur eiga að vera.

„Við sáum þessar hringlaga myndanir í dag, við höfum aldrei séð svona áður,“ segir John Sonntag stjórnandi IceBridge-verkefnisins hjá NASA í samtali við Science Alert.

Margir hafa sett fram eigin kenningar í kjölfarið á birtingu myndanna, telja sumir að þarna hafi kafbátur verið á ferð, aðrir að þarna gæti verið einhver skyndilegur jarðhiti, á meðan aðrir telja einsýnt að þetta séu ummerki um geimverur.

Don Perovich, prófessor í íseðlisfræði við Dartmouth-háskóla, segir líklegast að ísinn þarna sé þunnur og mjúkur, holurnar hafi svo myndast þegar íshellan rekst í aðra íshellu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“