Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni í síðustu viku, var handtekinn í Amsterdam um helgina eftir að ábending barst frá vegfaranda.
Þetta segir Franklin Wattimena, upplýsingafulltrúi hjá embætti héraðssaksóknara í Amsterdam, í samtali við fréttavefinn Vísir.
Vegfarandinn er sagður hafa gengið inn á lögreglustöð í miðborg Amsterdam og látið lögreglu vita að þarna væri um að ræða Sindra Þór. Tveir lögregluþjónar héldu þegar af stað til að leita Sindra og fannst hann skammt frá Konungshöllinni ásamt tveimur öðrum um klukkutíma síðar.
Sindri veitti ekki mótspyrnu við handtökuna.