fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lífvörður Bin Ladens fær bætur í Þýskalandi – „Að slíkum manni sé leyft að búa í Þýskalandi…“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 15:52

Osama bin Laden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi lífvörður hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden býr í Þýskalandi þrátt fyrir að vera talinn hættulegur. Af þeim sökum þarf hann að gefa sig fram við lögreglu á hverjum einasta degi en yfirvöld telja þó ekki óhætt að senda hann aftur til heimalandsins, Túnis.

Maðurinn, sem kallaður er Sami A. kom til Þýskalands sem nemi árið 1997. Hann fór síðan til Afganistans þar sem hann stundaði þjálfun í herbúðum fyrir hryðjuverkamenn áður en hann varð lífvörður Osama Bin Laden, fyrrverandi leiðtoga Al-Qaeda.

Sami er sagður hafa sótt um hæli í Þýskalandi en umsókn hans þar að lútandi verið hafnað. Ekki er hægt að senda hann aftur til Túnis vegna þess að þar er talin hætta á að hann muni sæta pyntingum. Sami býr því enn í Þýskalandi þar sem hann fær tæpar 1.200 evrur á mánuði í bætur, tæplega 150 þúsund krónur.

Það var hægri öfgaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) sem upplýsti um þetta eftir að hafa lagt fram fyrirspurn um málið. Málið hefur vakið talsverða athygli í Þýskalandi og sitt sýnist hverjum. Eru einhverjir þeirrar skoðunar að þarna sé komið fra skýrt dæmi um galla í þýskri löggjöf.

Ekkert ríki hefur sýnt vilja til að taka við Sami og þar af leiðandi er útlit fyrir að hann verði áfram í Þýskalandi um ókomin ár. Sérfræðingar innan þýsku lögreglunnar telja að hann sé enn hættulegur og til marks um það hefur hann verið undir eftirliti frá árinu 2006.

„Að slíkum manni sé leyft að búa í Þýskalandi er blaut tuska í andlit þeirra sem sjá um að passa landið fyrir hryðjuverkamönnum. Hans hlutverk var að vernda einn eftirlýstasta glæpamann heims og við förum um hann með silkihönskum,“ segir heimildarmaður innan þýsku lögreglunnar við fjölmiðla þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“