fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Kenndi hundinum að heilsa að hætti nasista til að pirra kærustuna – Það endaði á að kosta hann stórfé

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotinn Markus Meechan hefur verið dæmdur fyrir hatursorðræðu í Skotlandi eftir að hann kenndi hundi kærustu sinnar að heilsa að hætti nasista. Markus þessum fannst uppátæki sitt svo sniðugt að hann birti það á YouTube þar sem milljónir hafa horft á það.

Málið þykir nokkuð óvenjulegt en á myndböndunum má meðal annars sjá þegar Markus spyr hundinn, Buddha, hvort hann vilji senda „gyðingana í gasklefann?“

Buddha var búinn að læra það að þessi setning boðaði eitthvað gott og varð hann spenntur í hvert skipti sem hann heyrði setninguna. Þá kenndi Markus hundinum að rétta fram annan fótinn þegar hann sagði „sieg heil“.

Meechan sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að um saklaust grín hafi verið að ræða. Hann hafi viljað pirra kærustu sína. Lögreglan keypti þær skýringar ekki alveg og ákvað að sekta Markus um sem nemur rúmum 100 þúsund krónum.

Markus segist vera þeirrar skoðunar að sektin setji slæmt fordæmi og telur að hún vegi að tjáningarfrelsinu.

Myndböndin má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“