fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Segja að jörðin geti orðið „helvíti“ á borð við Venus

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 12:00

Venus og jörðin. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörðin er besti staðurinn í alheiminum, að minnsta kosti besti staðurinn sem við vitum um. En það gæti breyst í framtíðinni ef hún verður „helvíti“ eins og Venus er. Dauð pláneta þar sem ekkert líf þrífst og brennisteinssýru rignir niður og hitinn er svo mikill að yfirborðið er sjóðandi heitt. Þessi varnaðarorð koma fram í nýrri rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla en þeir telja líkur á að heimkynni okkar geti orðið allt annað en vænlegur staður í framtíðinni.

„Venus getur sýnt okkur hugsanlega framtíð jarðarinnar.“

Segja þeir Giada Areny, hjá Nasa, og Stephen Kane, hjá Kaliforníuháskóla, um Venus og framtíð jarðarinnar.

Venus er sú pláneta sem er næst jörðinni og er svipuð að stærð og jörðin en fátt annað eiga þessar tvær plánetur sameiginlegt. Venus er heitasta plánetan í sólkerfinu en andrúmsloftið þar getur orðið allt að 462 gráður á Celsíus. Venus er hjúpuð brennisteinsskýjum sem myndu leysa mannslíkama upp ef svo ólíklega myndi vilja til að einhver kæmist þangað en það verður að teljast útilokað. Auk þess myndi viðkomandi kremjast til bana vegna hins mikla þrýstings sem er á yfirborðinu en hann jafnast á við að vera 1,6 km undir sjávarmáli hér á jörðinni.

En Venus hefur ekki alltaf verið svona hræðileg pláneta og vísindamenn telja ekki útilokað að þar hafi eitt sinn verið aðstæður sem líf hefði getað þrifist við en síðan fór eitthvað illilega úrskeiðis og gróðurhúsaáhrif fóru algjörlega úr böndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn