fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Stæði hreyfihamlaðra fórnað fyrir rafbíl: „Hérna er stofnun sem á að vera öllum opin“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnsbíll Landbúnaðarháskólans stendur nú ónotaður flesta daga á bílastæði sem er frátekið fyrir hreyfihamlaða. Fáar jákvæðar fréttir heyrast frá skólanum þessi misserin. DV hefur fjallað um langvinnar deilur innan skólans, umdeilda skipun rektors, kærur milli prófessora, brot á lögum um persónuvernd og fleira. Þá hafa aðrir miðlar einnig fjallað um innanhússvanda skólans. Nú virðist sem stjórnendur skólans geti ekki einu sinni haft bílastæðamálin í lagi.

Háskólinn er með starfsstöðvar víða um land og ein af þeim er á Keldnaholti í Reykjavík þar sem áður var Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Í vetur festu stjórnendur skólans kaup á rafmagnsbíl fyrir starfsmennina í Keldnaholti og tryggja þurfti að hægt væri að koma honum í hleðslu eftir notkun hvers dags. Það vandamál var hins vegar leyst með því að setja tengil við eina bílastæðið á lóðinni sem merkt er fötluðum og hreyfihömluðum.

Prinsippmál og einfalt að leysa

Samkvæmt heimildum DV er starfsfólk í Keldnaholti mjög óánægt með þetta fyrirkomulag, sem er nú búið að standa yfir í nokkra mánuði. Margir hafa bent á að ástandið sé óásættanlegt en ekkert breytist. Starfsmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir:

„Það er búið að benda á þetta og senda bréf til deildarforseta en ekkert gerist. Maður skilur ekkert í þessu því hérna er stofnun sem á að vera öllum opin. Þetta er galið og búið að vera svona allt of lengi. Það væri svo einfalt að leysa þetta. Annaðhvort með því að færa þennan tengil eða mála annað stæði hérna.“

Starfsfólkið kærir sig ekki um að þurfa að leggja bílnum í stæði hreyfihamlaðra og margir þeirra hafa nú ákveðið að nota frekar eigin bifreiðar í vinnutengdum akstri. Rafmagnsbíll, merktur Landbúnaðarháskólanum, stendur því óhreyfður flesta daga í stæði sem ætti að vera frátekið fyrir hreyfihamlaða.

„Þetta er algjört prinsippmál. Það eru ekki margir sem eiga erindi í þetta hús aðrir en starfsmenn en þegar það gerist þá á þetta stæði að standa autt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“