fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lance Armstrong slapp vel þegar hann samdi við saksóknara

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur komist að samkomulagi við bandaríska saksóknara þess efnis að hann greiði fimm milljónir dala, um hálfan milljarð króna, í bætur vegna lyfjahneykslisins sem hann varð uppvís að.

Bandarísk yfirvöld höfðu farið fram á að fá hundrað milljónir dala, rúma tíu milljarða króna, þar sem einn helsti bakhjarl Armstrongs og hjólreiðaliðs hans var US Postal Service um það leyti sem Armstrong notaði frammistöðubætandi efni.

Armstrong, sem sigraðist á krabbameini á sínum tíma, vann Tour De France-hjólreiðakeppnina, eina erfiðustu íþróttakeppni heims, sjö sinnum í röð á árunum 1999 til 2005. Þótti árangur hans undraverður í ljósi veikinda hans áður. En upp komast svik um síðir.

Árið 2011 var hann dæmdur fyrir ólöglega lyfjanotkun og sviptur öllum titlum sem hann hafði unnið auk þess sem hann var dæmdur í ævilangt keppnisbann.

US Postal Service greiddi 31 milljón Bandaríkjadala í styrki til liðsins á árunum 2001 til 2004. Með samkomulaginu falla bandarísk yfirvöld frá kröfu sinni um að hann greiði þessar hundrað milljónir dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“