fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Joseph Fritzl enn í fangelsi og farinn að sýna merki um elliglöp

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 20:30

Fritzl hélt dóttur sinni innilokaðri í 24 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag, þann 19. apríl, voru liðin tíu ár síðan upp komst um skuggalegt leyndarmál Austurríkismannsins Joseph Fritzl.

Fritzl var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að halda dóttur sinni, Elizabeth, fanginni í kjallara á heimili sínu í 24 ár. Hann nauðgaði henni mörg þúsund sinnum og varð hún barnshafandi minnst sjö sinnum.

Fritzl, sem er orðinn 83 ára, situr enn á bak við lás og slá  í Krems-Stein-fangelsinu, einu rammgerðasta fangelsi landsins. Heilsu hans er farið að hraka og er hann sagður vera farinn að sýna merki um elliglöp, að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins Mirror.

Þar segir að Fritzl hafi fyrstu árin eytt dögunum í fangelsinu meðal annars með því að sinna starfi umsjónarmanns bókasafns fangelsisins. Að undanförnu hafi hann séð um þrif í fangelsinu ásamt öðrum föngum.

Fritzl var dæmdur fyrir að nauðga dóttur sinni þrjú þúsund sinnum, en hann hélt henni innilokaðri í hljóðeinangruðu herbergi í 24 ár. Elizabeth eignaðist sjö börn meðan á þessu stóð, en eitt barnanna lést skömmu eftir fæðingu. Fritzl brenndi líkið í ofni.

Elizabeth er í dag 52 ára og hefur hún ekki haft nein samskipti við föður sinn síðastliðin tíu ár, eða síðan hún slapp úr dýflissunni á heimili þeirra. Hún hefur nú tekið upp nýtt auðkenni og býr á óþekktum stað í Austurríki ásamt börnunum sem hún eignaðist með föður sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“