Aðalsteinn Pétur Karlsson sigraði 90 manna mót í Macau Million-mótaröðinni í póker í Macau í gær. Er hann nú einum bikar og rúmlega 900 þúsund krónum ríkari. Hafði hann betur á móti Kínverjanum Wei Zhao og Joshua Zimmerman frá Hong Kong.
Aðalsteinn, sem kemur frá Húsavík, hóf að spila póker árið 2010 og varð Íslandsmeistari í póker árið 2015. Hann hafnaði svo í 4.sæti á pókermóti í Dublin árið 2016 þar sem hann vann rúmlega 8 milljónir króna.
Aðalsteinn sagði í samtali við DV þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn að margt hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur spilað íþróttina. Klúbbar halda nú í mun meira mæli skipulögð mót og unnið hefur við hörðum höndum að því að breyta ímynd pókesr, sem Aðalsteinn segir að of margir sjái aðeins sem hættulegt fjárhættuspil. „Mótapóker er hugaríþrótt, rétt eins og skák eða Brids og það tekur á að spila rétt eins og í öðrum hugaríþróttum,“ sagði Aðalsteinn.