Fréttir

Varaþingmaður Flokks fólksins sagður blindfullur og hafa áreitt þingkonur kynferðislega

Hjálmar Friðriksson skrifar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:33

Nauðsynlegt var að vísa Guðmundi Sævari Sævarssyni, hjúkrunardeildarstjóra og varaþingmanni Flokks fólksins, úr árlegri þingveislu sem haldin var á Hótel Sögu síðastliðinn föstudag. Þetta er fullyrt á vef Fréttablaðsins. Hann er sagður hafa verið blindfullur og áreitt þingkonur og maka þingmanna með óviðeigandi strokum og snertingum.

Í samtali við Fréttablaðið segja sjónarvottar að hann hafi ítrekað áreitt konur í veislusalnum. Að lokum fengu gestir nóg og var starfsmaður Hótel Sögu beðinn um að vísa honum út. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa heyrt „einhvern orðróm“  um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af