fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Andartökum eftir að þessi mynd var tekin dundu ósköpin yfir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í raun lygilegt að Emma Carey hafi sloppið lifandi frá alvarlegu fallhlífarslysi sem hún lenti í árið 2013. Það sem þykir enn ótrúlegra er að Carey getur í dag gengið ein og óstudd og ber þessi ekki beint merki að hafa fallið til jarðar eftir að fallhlífin hennar opnaðist ekki nema að hluta.

Emma, sem er 25 ára, var á bakpokaferðalagi um Evrópu þegar slysið varð á haustmánuðum 2013. Hún var stödd í Sviss þegar hún fór í fallhlífarstökk með leiðbeinanda sínum. Eitthvað fór úrskeiðis sem varð til þess að fallhlífin vafðist um háls leiðbeinandans með þeim afleiðingum að hann féll í yfirlið. Á sama tíma var fallhlífin ekki almennilega opin og því skullu þau til jarðar á ógnarhraða.

Í umfjöllun News.com.au kemur fram að grunur leiki á að leiðbeinandinn hafi opnað fallhlífina of seint. Hún hafi flækst við varafallhlífina sem opnaðist á sama tíma. Hvað sem því líður lenti Emma á maganum, með leiðbeinandann ofan á sér.

Emma slasaðist alvarlega; hún hryggbrotnaði og þurfti að gangast undir aðgerð af þeim völdum. Þá brotnaði spjaldhryggurinn, mjaðmagrindin auk þess sem kjálkinn brotnaði. Björgunarþyrla flutti hana rakleitt á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar. Hún dvaldi á sjúkrahúsi í Sviss í mánuð eftir slysið, eða þar til flogið var með hana til Ástralíu þar sem hún dvaldi á sjúkrahúsi í þrjá mánuði til viðbótar.

Læknar voru ekki beint bjartsýnir á að hún myndi ná fullum bata. Töldu þeir yfirgnæfandi líkur á að hún yrði lömuð fyrir neðan mitti fyrir lífstíð. En, allt kom fyrir ekki. Fjórum mánuðum eftir slysið tók hún fyrsta skrefið með aðstoð göngugrindar; svo studdist hún við tvær hækjur, síðan eina og loks fór hún að geta gengið ein og óstudd.

Emma segir að fyrstu mánuðirnir eftir slysið hafi verið mjög erfiðir. Hún hafi alltaf getað stundað þær íþróttir sem hana langaði hverju sinni en eftir slysið hafi henni verið kippt niður á jörðina hvað það varðar, í orðsins fyllstu merkingu. „Ég lærði mikið af þessu því þessi reynsla kenndi mér að taka ekki öllu sem sjálfsögðum hlut. Hamingjan býr í okkur sjálfum.“

Óhætt er að segja að Emma hafi tekið þessa hræðilegu lífsreynslu og nýtt hana í eitthvað gott. Hún er mjög vinsæl á Instagram þar sem fylgjendur hennar eru rúmlega 100 þúsund talsins. Þar deilir hún ýmsum hvetjandi skilaboðum til fylgjenda sinna. Þó að brátt séu liðin fimm ár frá slysinu þjáist Emma enn af verkjum vegna slyssins og mun að líkindum gera það næstu árin og jafnvel áratugina. Hún kemst þó í gegnum mesta sársaukann með því að stunda reglulega æfingar og teygjur.

Emma hefur látið gott af sér leiða og verið í hópi talsmanna einstaklinga með mænuskaða. Hún er erindreki Wings for Life World Run sem haldið verður þann 6. maí næstkomandi. Um er að ræða hlaup sem er tileinkað einstaklingum sem hlotið hafa mænuskaða. Hlaupið fer fram samtímis í fjölmörgum löndum. „Þetta er í raun hlaup fyrir þá sem geta ekki hlaupið,“ segir hún og bætir við að sumir fari fótgangandi, eins og hún, á meðan aðrir fara í hjólastólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni