fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Tryggvi í nýliðaval NBA

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. apríl 2018 16:02

Tryggvi Hlinason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Hlinason,  sem spilar með spænska liðinu Valencia hefur ákveðið að gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar í sumar. Tryggvi, sem er miðherji og 216 sentimetrar á hæð, er ættaður úr Bárðardalnum í Suður Þingeyjasýslu og hóf að spila körfuknattleik árið 2014 með Þór á Akureyri. ESPN greinir frá þessu.

Tryggvi var í viðtali hjá DV í ágúst síðastliðnum og þar sagðist hann ekkert hafa stundað íþróttir að ráði sem barn heldur fengist við sveitastörfin. „Ég æfði aldrei körfubolta þótt ég hafi kannski skotið eitthvað smá á körfu í íþróttatímum. Ég hafði því aldrei æft skipulega neina íþróttagrein þegar ég flutti til Akureyrar og hóf námið. Ég fylgdist ekki einu sinni neitt sérstaklega með körfubolta, ég fylgdist með landsliðunum þegar verið var að sýna leiki í sjónvarpinu og helst handboltanum.“

Tryggvi stóð sig frábærlega á evrópumeistaramótinu undir 20 ára síðasta sumar. Þar skoraði hann 16 stig, tæplega 12 fráköst og varði 3 bolta að meðaltali í leik á 33 mínútum. Hann samdi við Valencia síðasta sumar en hefur ekki fengið að spila nægilega mikið með liðinu.

Núna er hann í 75. sæti á lista ESPN yfir 100 efnilegustu leikmenn heims. Búist er við því að hann verði valinn í annarri umferð nýliðavalsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega